Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 28. júní 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Erum að fara í mjög skemmtilega törn núna
Davíð Þór
Davíð Þór
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, ræddi við Fótbolta.net eftir að ljóst var að FH mætir ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Mér líst ágætlega á það, það voru meiri líkur en minni að við fengjum efstu deildarlið. Skaginn, eins og við, verið í smá ströggli undanfarið. Þetta verðir hörkuleikir upp á Skaga og maður veit að þeir mæta dýrvitlausir til leiks," sagði Davíð.

„Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá er þetta okkar besti möguleiki á að komast í Evrópu. Vonandi verður hún betri þegar kemur að þessum leik gegn ÍA í ágúst. Við erum bara spenntir fyrir þessu og hlökkum til að fara upp á Skaga."

Eruði að horfa í næstu leiki til að koma á góðu skriði inn í bikarleikinn?

„Já, við erum að fara í mjög skemmtilega törn núna. Við eigum Valsarana á fimmtudaginn og svo spilum við næstu tvo fimmtudaga Evrópuleiki (gegn Sligo Rovers), fyrst á heimavelli og svo úti í Írlandi. Við horfum ekki á mikið meira en einn leik í einu. Við þurfum að fara safna stigum í þessari blessuðu deild og ætlum okkur að gera það. Það voru mikil batamerki á liðinu í leiknum á móti KA og við ætlum að byggja ofan á það," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner