Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 28. júní 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Erum að fara í mjög skemmtilega törn núna
Davíð Þór
Davíð Þór
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, ræddi við Fótbolta.net eftir að ljóst var að FH mætir ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Mér líst ágætlega á það, það voru meiri líkur en minni að við fengjum efstu deildarlið. Skaginn, eins og við, verið í smá ströggli undanfarið. Þetta verðir hörkuleikir upp á Skaga og maður veit að þeir mæta dýrvitlausir til leiks," sagði Davíð.

„Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá er þetta okkar besti möguleiki á að komast í Evrópu. Vonandi verður hún betri þegar kemur að þessum leik gegn ÍA í ágúst. Við erum bara spenntir fyrir þessu og hlökkum til að fara upp á Skaga."

Eruði að horfa í næstu leiki til að koma á góðu skriði inn í bikarleikinn?

„Já, við erum að fara í mjög skemmtilega törn núna. Við eigum Valsarana á fimmtudaginn og svo spilum við næstu tvo fimmtudaga Evrópuleiki (gegn Sligo Rovers), fyrst á heimavelli og svo úti í Írlandi. Við horfum ekki á mikið meira en einn leik í einu. Við þurfum að fara safna stigum í þessari blessuðu deild og ætlum okkur að gera það. Það voru mikil batamerki á liðinu í leiknum á móti KA og við ætlum að byggja ofan á það," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner