PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 28. júní 2024 22:54
Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vá maður, þetta er geðveikt. Þetta gerist ekki sætara, að skora svona seint," sagði Viktor Jónsson framherji ÍA eftir 3 - 2 heimasigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Mér fannst við eiga skilið að skora eitt mark í viðbót, búnir að fá góðar stöður og góð færi. Sem betur fer, guði sé lof, skoraði Steinar þarna í lokin," hélt hann áfram.

„Mér fannst leikurinn vel spilaður af okkar hálfu fyrir utan fyrstu 15 mínúturnar. Þá vorum við í smá brasi. Svo fannst mér við ná tökum á þessu og vorum ótrúlega duglegir í dag. Við vorum mjög öflugir að halda boltanum en þeir sömuleiðis. Við vorum duglegir að vinna til baka og mér fannst við spila þennan leik frábærlega."

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum kallaði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA í Viktor og Hinrik Harðarson hinn framherjann í liðinu og tók stuttan fund með þeim. Hvað var rætt þar?

„Við vorum aðeins að fara yfir hvernig við gætum pressað þá betur, lokað á þá og stýrt þeim betur. Það lagaðist líka margt við það," sagði Viktor en var það lykill að sigrinum?

„Nei svosem ekki. Við vorum búnir að leggja grunninn að þessum leik og fylgdum því plani. Það vantaði kannski meiri ákefð í pressuna hjá okkur. Að vera óhræddir að stíga upp í þá."

Báruð þið of mikla virðingu fyrir þeim?

„Það var pínu hræðsla. Við vildum alls ekki missa þetta niður og um leið og við syncuðum betur í pressunni gekk þetta mikið betur síðustu 15-20."

Viktor fékk boltann í teignum undir lokin og valdi að gefa út úr teignum á Steinar Þorsteinsson sem skoraði gull af marki.

„Það var geðveik, loksins skorar hann líka. Það var mjög gott að fá hann á blað og fínt fyrir mig að borga aðeins til baka fyrir allar stoðsendingarnar frá honum. Þetta var ekki alveg að detta hjá mér í dag en ég fékk þó færi til þess. Það er gott að geta lagt upp líka og borgað stráknum til baka."

Nánar er rætt við Viktor í spilaranum að ofan en hann ræðir meðal annars um afmælisveisluna sína á Kópavogsvelli í síðasta leik.
Athugasemdir
banner
banner