Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 28. júlí 2021 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur: Þurfum að treysta á önnur lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var mikil dramatík í leiknum en heimakonur jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins og leikurinn endaði því 2-2. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Mjög svekkjandi, jöfnunarmarkið kemur á síðustu sekúndu leiksins þannig það er virkilega svekkjandi."

Vilhjálmur var ánægður með liðið sitt í fyrri hálfleik en ekkert spes síðari hálfleikur.

„Mér fannst síðari hálfleikur ekkert spes. Mér fannst við vera fínar í fyrri hálfleik, mér fannst við gera marga góða hluti. Mér fannst ákvarðanatakan í seinni hálfleik ekki vera góð, við áttum góða spilkafla en vantaði uppá að nýta betur upphlaupin, vorum að skjóta svolítið fyrir utan frekar en að velja betri færi. Þú þarft alltaf þetta eina mark í viðbót til að loka leiknum, það gekk ekki í þetta sinn."

Það voru erfiðar aðstæður hér í kvöld, leikmenn mikið að renna til á vellinum.

„Þetta er ekkert rennisléttur völlur og það er myrkur á vellinum en það er ekki það sem skiptir öllu máli, við hefðum bara átt að gera betur."

Þetta voru vond úrslit fyrir Breiðablik í baráttunni við Val um titilinn.

„Já, nú þurfum við að fara treysta á önnur lið, við hefðum geta treyst bara á okkur ef við hefðum unnið þennan leik sem stefndi í en nú þurfum við að treysta á að önnur lið taki einhver stig af Val til að eiga möguleika."
Athugasemdir
banner
banner