Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 28. júlí 2021 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur: Þurfum að treysta á önnur lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var mikil dramatík í leiknum en heimakonur jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins og leikurinn endaði því 2-2. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Mjög svekkjandi, jöfnunarmarkið kemur á síðustu sekúndu leiksins þannig það er virkilega svekkjandi."

Vilhjálmur var ánægður með liðið sitt í fyrri hálfleik en ekkert spes síðari hálfleikur.

„Mér fannst síðari hálfleikur ekkert spes. Mér fannst við vera fínar í fyrri hálfleik, mér fannst við gera marga góða hluti. Mér fannst ákvarðanatakan í seinni hálfleik ekki vera góð, við áttum góða spilkafla en vantaði uppá að nýta betur upphlaupin, vorum að skjóta svolítið fyrir utan frekar en að velja betri færi. Þú þarft alltaf þetta eina mark í viðbót til að loka leiknum, það gekk ekki í þetta sinn."

Það voru erfiðar aðstæður hér í kvöld, leikmenn mikið að renna til á vellinum.

„Þetta er ekkert rennisléttur völlur og það er myrkur á vellinum en það er ekki það sem skiptir öllu máli, við hefðum bara átt að gera betur."

Þetta voru vond úrslit fyrir Breiðablik í baráttunni við Val um titilinn.

„Já, nú þurfum við að fara treysta á önnur lið, við hefðum geta treyst bara á okkur ef við hefðum unnið þennan leik sem stefndi í en nú þurfum við að treysta á að önnur lið taki einhver stig af Val til að eiga möguleika."
Athugasemdir
banner
banner