Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 28. júlí 2021 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur: Þurfum að treysta á önnur lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var mikil dramatík í leiknum en heimakonur jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins og leikurinn endaði því 2-2. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Mjög svekkjandi, jöfnunarmarkið kemur á síðustu sekúndu leiksins þannig það er virkilega svekkjandi."

Vilhjálmur var ánægður með liðið sitt í fyrri hálfleik en ekkert spes síðari hálfleikur.

„Mér fannst síðari hálfleikur ekkert spes. Mér fannst við vera fínar í fyrri hálfleik, mér fannst við gera marga góða hluti. Mér fannst ákvarðanatakan í seinni hálfleik ekki vera góð, við áttum góða spilkafla en vantaði uppá að nýta betur upphlaupin, vorum að skjóta svolítið fyrir utan frekar en að velja betri færi. Þú þarft alltaf þetta eina mark í viðbót til að loka leiknum, það gekk ekki í þetta sinn."

Það voru erfiðar aðstæður hér í kvöld, leikmenn mikið að renna til á vellinum.

„Þetta er ekkert rennisléttur völlur og það er myrkur á vellinum en það er ekki það sem skiptir öllu máli, við hefðum bara átt að gera betur."

Þetta voru vond úrslit fyrir Breiðablik í baráttunni við Val um titilinn.

„Já, nú þurfum við að fara treysta á önnur lið, við hefðum geta treyst bara á okkur ef við hefðum unnið þennan leik sem stefndi í en nú þurfum við að treysta á að önnur lið taki einhver stig af Val til að eiga möguleika."
Athugasemdir