Víkingur Ólafsvík setti stigamet í 1. deildinni í sumar og er félagið aftur komið í deild þeirra bestu. Björn Pálsson og Ingólfur Sigurðsson, leikmenn liðsins, voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.
„Við gjörsamlega fórum á kostum, það er bara þannig. Það er hálf fyndið að skoða töfluna því við gengum frá þessari deild sem stefndi ekkert í. Það stefndi í að Þróttur myndi jarða þetta," segir Ingólfur en Björn segir að hópurinn í sumar sé besta lið félagsins síðan hann kom.
„Ég held að klúbburinn reyni að nota alla þá reynslu sem hann fékk 2013. Ég held að allir muni leggjast á eitt til að liðið nái að halda sér upp og ég tel að það sé hægt. Það er samt ekki spurning að það þarf ansi margt að ganga upp," segir Björn.
Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar er rætt um tímabilið, aukaspyrnusamvinnu þeirra, fótboltaáhugann í Ólafsvík, keyrsluna á milli Reykjavíkur og Ólafsvíkur og ýmislegt fleira.
Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Athugasemdir