Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjátíu leikmenn komið inn í stjórnartíð Boehly: Þrjú góð kaup
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Petrovic er fínn markvörður.
Petrovic er fínn markvörður.
Mynd: Chelsea
Mudryk hefur engan heillað.
Mudryk hefur engan heillað.
Mynd: EPA
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: Getty Images
„Í framlengingunni voru þetta krakkarnir hans Klopp gegn bláu milljarða punda klúðrurunum," sagði sparkspekingurinn Gary Neville þegar hann lýsti úrslitaleik deildabikarsins á dögunum. Þar tapaði Chelsea gegn Liverpool í framlengdum leik.

Frá því Todd Boehly og hans hópur tók við eignarhaldi á Chelsea árið 2022 þá hefur félagið varið meira en milljarði punda í leikmannakaup án þess að það hafi skilað nokkru. Liðið hefur ekkert unnið og er um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mail fór aðeins yfir leikmannakaupin en 30 nýir leikmenn hafa verið fengnir inn frá því eigendaskiptin voru.

Af þessum 30 leikmannakaupum þá telur Mail þrjú þeirra vera góð kaup á þessum tímapunkti.

Það eru í fyrsta lagi kaupin á Cole Palmer frá Manchester City síðasta sumar. Sá hefur verið frábær frá því hann var fenginn til Chelsea og blómstrað, en það sama er ekki hægt að segja um marga aðra leikmenn liðsins. Hinir tvö kaupin sem á telja góð eru kaupin á Malo Gusto frá Lyon og á markverðinum Djordje Petrovic frá New England Revolution í Bandaríkjunum.

Mörg kaupin eru að mati Mail kannski góð en það á eftir að koma betur í ljós. Má þar til að mynda nefna stóru kaupin á miðjumönnunum Enzo Fernandez og Moises Caicedo en það þarf að gefa þeim meiri tíma áður en dómur er kveðinn upp.

En svo eru önnur kaup sem má telja mjög misheppnuð nú þegar, bara klúður. Það eru kaupin á Kalidou Koulibaly og Pierre-Emerick Aubameyang og lánssamningar Denis Zakaria og Joao Felix, en enginn þessara leikmanna eru enn hjá félaginu.

Svo eru það risakaupin á Mikhailo Mudryk sem hefur alls ekki heillað. „Það er nú talað um að Chelsea reyni að losa sig við hann þó félagið tapi á því miklum peningum," segir í greininni en Mudryk en verðmiðinn á Mudryk gæti farið upp í allt að 100 milljónir evra.

Annars á mikið eftir að koma í ljós. Á þessum lista er mikið af ungum leikmönnum sem hafa ekki enn látið til sín taka en hafa tíma til þess. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort lið Chelsea muni þróast í rétta átt á næstu árum eða ekki eftir þessi miklu leikmannakaup sem hafa verið gerð. Chelsea er nú félag sem hefur ekki haft mikla þolinmæði fyrir miðjumoði á síðustu árum, eða er það bara nýi veruleikinn?

Kaup sem ekki er hægt að dæma um strax að mati Mail:
Raheem Sterling (Manchester City, £47.5m)
Omari Hutchinson (Arsenal, frjáls sala)
Gabriel Slonina (Chicago Fire, £8.1m)
Carney Chukwuemeka (Aston Villa, £20m)
Marc Cucurella (Brighton, £60m)
Cesare Casadei (Inter Milan, £16.8m)
Wesley Fofana (Leicester City, £75m)
Benoit Badiashile (Monaco, £35m)
David Datro Fofana (Molde, £10m)
Andrey Santos (Vasco da Gama, £18m)
Noni Madueke (PSV Eindhoven, £29m)
Enzo Fernandez (Benfica, £107m)
Nicolas Jackson (Villarreal, £32m)
Christopher Nkunku (RB Leipzig, £52m)
Diego Moreira (Benfica, frjáls sala)
Angelo Gabriel (Santos, £13m)
Lesley Ugochukwu (Rennes, £23.2m)
Axel Disasi (Monaco, £38.8m)
Robert Sanchez (Brighton, £25m)
Moises Caicedo (Brighton, £115m)
Romeo Lavia (Southampton, £53m)
Deivid Washington (Santos, £13.7m)
Enski boltinn - Allt í lagi með krakkana og lúserinn Pochettino
Athugasemdir
banner
banner
banner