Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Árni Veigar Árnason (Höttur/Huginn - KA)
Árni Veigar Árnason.
Árni Veigar Árnason.
Mynd: Höttur/Huginn
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigga Baxter.
Sigga Baxter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neymar da Silva Santos Jr.
Neymar da Silva Santos Jr.
Mynd: EPA
Myndi taka Elmar Cogic frá Aftureldingu.
Myndi taka Elmar Cogic frá Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningsmaður.
Stemningsmaður.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Árni Veigar er efnilegur leikmaður, 17 ára gamall, sem er uppalinn hjá Hetti. Hann gekk í raðir KA sumarið 2023 en hefur síðustu tvö sumur leikið með meistaraflokki Hetti/Hugins á láni.

Hann hefur alls spilað 50 KSÍ-leiki og skorað í þeim fimm mörk. Í fyrra spilaði hann alla 22 leiki Hattar/Hugins, en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Árni Veigar Árnason.

Gælunafn: Járni og Árni slot hefur verið nefnt nokkrum sinnum við mann.

Aldur: 17.

Hjúskaparstaða: föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: lok tímabils 2022, kom inná í 5 mín og átti minnir mig eina sendingu.

Uppáhalds drykkur: Seven up.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano.

Uppáhalds tölvuleikur:Verður að vera God of War eða Fortnite á sínum tíma.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Invincible eða Breaking Bad.

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir er í miklu uppáhaldi.

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta lítið á hlaðvörp en Dr.football er efst a lista.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram, erfitt að toppa reels.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Chat GPT.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Youtube reel frá litla bróðir mínum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi aldrei spila fyrir KFA.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Patrik Kristal leikmaður frá eistlandi og spilar með köln held ég.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hallgrímur Jónasson eða Sigga Baxter

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Líklegast bara mikael breki i yngri flokkum hann hætti ekki sama hvað.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi og Neymar da silva santos jr.

Sætasti sigurinn: Bikar úrslit móti Breiðablik, fyrsti alvöru málmurinn.

Mestu vonbrigðin: þegar það var hætt að framleiða hypervenom.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Elmar cogic.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Kristófer máni er alvöru leikmaður

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Viktor einarsson.

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Sammy smith.

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi engin spurning.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: mætti aðeins slaka á regluni að meiga ekki koma við markmannin.

Uppáhalds staður á Íslandi: Potturinn heima hjá mér.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég og félagi minn tókum alveg eins flikk yfir sama gæja í sama leik.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist smá með körfuboltanum og golfið er skemmtilegt.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial superfly.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: danska er ekki mitt fag.

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðasöngurinn í fyrstu æfingaferðinni, datt næstum þegar ég steig upp til að taka one kiss.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Ívari Loga, Mikael breka og Bjarki fannar, Góðir vinir og samræðunar við þetta borð myndu vera allskonar.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Bjarki fannar, hann er stemmings maður.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ívar Logi í Love island, unplayable gæji, og myndi elska það.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er drullu seigur á snjósleða.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Myndi segja Kári Gauta, eitt af fyndnari náungum sem ég hef kynnst.

Hverju laugstu síðast: Örugglega þegar ég sagði við mömmu að ég var smá lengur enn ég var í raun og veru að keyra til Akureyrar frá Egilsstöðum.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Verður að vera upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bill gates hvernig væri best að eignast pening.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta með stemmingu.
Athugasemdir
banner
banner