þri 29.apr 2025 18:00 Mynd: Dagur Skírnir Óðinsson |
|

Spá þjálfara í 2. deild: 5. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Hetti/Hugin er spáð fimmta sætinu.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig
5. Höttur/Huginn
Höttur/Huginn hefur síðustu tvo sumur endað nákvæmlega þar sem þeim var spáð. Í sjötta sæti sumarið 2023 og svo í sjöunda sætinu í fyrra. Það er ekki sérstaklega langt síðan Höttur/Huginn var á barmi þess að falla niður í 4. deild en liðið hefur núna gert vel í því að festa sig í sessi í 2. deild, og er félagið klárlega að stefna hærra en spáin segir til um. Það er mikil ástríða fyrir austan og mikið lagt í að gera hlutina vel. Ef allt gengur upp, þá gæti Höttur/Huginn klárlega blandað sér í baráttuna um að fara upp en undirbúningstímabilið gefur góð fyrirheit. Þeir fóru með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikarsins sem hlýtur að gefa þeim eitthvað inn í sumarið.
Þjálfarinn: Brynjar Árnason stýrir Hetti/Hugin áfram en hann hefur gert afskaplega flotta hluti með liðið frá því hann tók vð árið 2021. Brynjar er alls ekki gamall þjálfari, hann er bara 35 ára, og á hann svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þjálfun. Hann var þjálfari ársins í 2. deild sumarið 2022 þegar Höttur/Huginn endaði í fimmta sæti eftir að hafa komið upp sem nýliðar. Hann á án efa mjög stóran þátt í því að liðið er á góðum stað í dag.
Stóra spurningin: Hvernig leysa þeir markakónginn af hólmi?
Martím Sequeira skoraði 13 af mökum Hattar/Hugins í fyrra en næst markahæsti leikmaður liðsins var með fimm mörk. Núna er markakóngur liðsins frá því í fyrra farinn í Dalvík/Reyni og það er spurning hvernig mun ganga að fylla í hans skarð. Það er þá einnig spurning hvort Höttur/Huginn muni þriðja tímabilið í röð lenda í nákvæmlega sama sæti og þeim er spáð. Það væri mjög áhugavert ef það gerist.
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.
Lykilmenn: Bjarki Fannar Helgason og Andre Musa Solórzano Abed
Bjarki Fannar Helgason er fæddur árið 2005 og er uppalinn heimamaður. Hann fór fyrir tímabilið yfir í KA en er kominn aftur á láni. Hann var lykilmaður í að tryggja Hetti/Hugin sigur í Lengjubikarnum, en þar skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum. Abed er fyrirliði liðsins. Hefur síðastliðin ár verið að spila á miðjunni en nýr þjálfari liðsins hefur fært hann niður í hafsent í nýja kerfinu og hann hefur verið geggjaður þar. Hann er allt í öllu í upp spilinu og góður í vörn.
Gaman að fylgjast með: Þórhallur Ási Aðalsteinsson
Ungur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Þórhallur var næst markahæstur á undirbúningstímabilinu á eftir Bjarka Fannari. Þórhallur er fljótur kantmaður sem er ákveðinn og klárar færin sín vel.
Komnir:
Gerard Tomas Iborra frá Hamri
Kristófer Páll Viðarsson frá Reyni S.
Stefán Ómar Magnússon frá KFK
Sæþór Ívan Viðarsson frá ÍR
Farnir:
Ívar Arnbro Þórhallsson í KA (Var á láni)
Jónas Pétur Gunnlaugsson í ÍH (Á láni)
Kristófer Einarsson í Einherja
Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso í Dalvík/Reyni
Víðir Freyr Ívarsson í ÍR (Var á láni frá Fram)
Þjálfarinn segir - Brynjar Árnason
„Já 5. sætið er bara nokkuð eðlileg spá held ég miðað við undanfarin ár þar sem við höfum endað um miðja deild."
„Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda áfram að bæta okkur sem lið. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og mikið af ungum leikmönnum að taka stór skref hjá okkur í vetur. Töluverðar breytingar á hópnum milli ára en við það skapast tækifæri fyrir aðra að stíga upp."
„Held að deildin verði jöfn og spennandi og eins og alltaf í þessari deild verða mörg lið sem ætla sér að fara upp."
„Sumarið leggst mjög vel í okkur - erum búnir að æfa vel og spila mikið af leikjum í vetur og hópurinn núna loksins allur kominn saman. Erum enn með nokkra lykilmenn í meiðslum sem hafa spilað lítið í vetur en þeir fara að detta inn þannig að við erum bara brattir og spenntir að byrja."
Fyrstu þrír leikir Hattar/Hugins
3. maí, Grótta - Höttur/Huginn (N1-völlurinn Hlíðarenda)
10. maí, Höttur/Huginn - Kári (Fellavöllur)
16. maí, Dalvík/Reynir - Höttur/Huginn (Dalvíkurvöllur)
1.
2.
3.
4.
5. Höttur/Huginn, 76 stig
6. Víkingur Ó., 74 stig
7. Haukar, 66 stig
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig
5. Höttur/Huginn
Höttur/Huginn hefur síðustu tvo sumur endað nákvæmlega þar sem þeim var spáð. Í sjötta sæti sumarið 2023 og svo í sjöunda sætinu í fyrra. Það er ekki sérstaklega langt síðan Höttur/Huginn var á barmi þess að falla niður í 4. deild en liðið hefur núna gert vel í því að festa sig í sessi í 2. deild, og er félagið klárlega að stefna hærra en spáin segir til um. Það er mikil ástríða fyrir austan og mikið lagt í að gera hlutina vel. Ef allt gengur upp, þá gæti Höttur/Huginn klárlega blandað sér í baráttuna um að fara upp en undirbúningstímabilið gefur góð fyrirheit. Þeir fóru með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikarsins sem hlýtur að gefa þeim eitthvað inn í sumarið.
Þjálfarinn: Brynjar Árnason stýrir Hetti/Hugin áfram en hann hefur gert afskaplega flotta hluti með liðið frá því hann tók vð árið 2021. Brynjar er alls ekki gamall þjálfari, hann er bara 35 ára, og á hann svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þjálfun. Hann var þjálfari ársins í 2. deild sumarið 2022 þegar Höttur/Huginn endaði í fimmta sæti eftir að hafa komið upp sem nýliðar. Hann á án efa mjög stóran þátt í því að liðið er á góðum stað í dag.
Stóra spurningin: Hvernig leysa þeir markakónginn af hólmi?
Martím Sequeira skoraði 13 af mökum Hattar/Hugins í fyrra en næst markahæsti leikmaður liðsins var með fimm mörk. Núna er markakóngur liðsins frá því í fyrra farinn í Dalvík/Reyni og það er spurning hvernig mun ganga að fylla í hans skarð. Það er þá einnig spurning hvort Höttur/Huginn muni þriðja tímabilið í röð lenda í nákvæmlega sama sæti og þeim er spáð. Það væri mjög áhugavert ef það gerist.
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.
Lykilmenn: Bjarki Fannar Helgason og Andre Musa Solórzano Abed
Bjarki Fannar Helgason er fæddur árið 2005 og er uppalinn heimamaður. Hann fór fyrir tímabilið yfir í KA en er kominn aftur á láni. Hann var lykilmaður í að tryggja Hetti/Hugin sigur í Lengjubikarnum, en þar skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum. Abed er fyrirliði liðsins. Hefur síðastliðin ár verið að spila á miðjunni en nýr þjálfari liðsins hefur fært hann niður í hafsent í nýja kerfinu og hann hefur verið geggjaður þar. Hann er allt í öllu í upp spilinu og góður í vörn.
Gaman að fylgjast með: Þórhallur Ási Aðalsteinsson
Ungur leikmaður sem er fæddur árið 2008. Þórhallur var næst markahæstur á undirbúningstímabilinu á eftir Bjarka Fannari. Þórhallur er fljótur kantmaður sem er ákveðinn og klárar færin sín vel.
Komnir:
Gerard Tomas Iborra frá Hamri
Kristófer Páll Viðarsson frá Reyni S.
Stefán Ómar Magnússon frá KFK
Sæþór Ívan Viðarsson frá ÍR
Farnir:
Ívar Arnbro Þórhallsson í KA (Var á láni)
Jónas Pétur Gunnlaugsson í ÍH (Á láni)
Kristófer Einarsson í Einherja
Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso í Dalvík/Reyni
Víðir Freyr Ívarsson í ÍR (Var á láni frá Fram)
Þjálfarinn segir - Brynjar Árnason
„Já 5. sætið er bara nokkuð eðlileg spá held ég miðað við undanfarin ár þar sem við höfum endað um miðja deild."
„Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda áfram að bæta okkur sem lið. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og mikið af ungum leikmönnum að taka stór skref hjá okkur í vetur. Töluverðar breytingar á hópnum milli ára en við það skapast tækifæri fyrir aðra að stíga upp."
„Held að deildin verði jöfn og spennandi og eins og alltaf í þessari deild verða mörg lið sem ætla sér að fara upp."
„Sumarið leggst mjög vel í okkur - erum búnir að æfa vel og spila mikið af leikjum í vetur og hópurinn núna loksins allur kominn saman. Erum enn með nokkra lykilmenn í meiðslum sem hafa spilað lítið í vetur en þeir fara að detta inn þannig að við erum bara brattir og spenntir að byrja."
Fyrstu þrír leikir Hattar/Hugins
3. maí, Grótta - Höttur/Huginn (N1-völlurinn Hlíðarenda)
10. maí, Höttur/Huginn - Kári (Fellavöllur)
16. maí, Dalvík/Reynir - Höttur/Huginn (Dalvíkurvöllur)
Athugasemdir