
Aron Ingi er miðjumaður fæddur árið 2004 sem hefur spilað allan sinn feril hér á Íslandi með Þór. Hann á að baki 84 KSÍ-leiki þrátt fyrir ungan aldur og hefur skorað í þeim 14 mörk. Þá hefur hann leikið fjóra leiki fyrir U19 landslið Íslands.
Aron Ingi fór ungur að árum til Venezia á Ítalíu en sneri svo aftur í Þorpið. Aron er barnabarn Eggerts Magnússonar, fyrrum formanns KSÍ og eiganda West Ham. Í dag sýnir Aron Ingi á sér hina hliðina.
Aron Ingi fór ungur að árum til Venezia á Ítalíu en sneri svo aftur í Þorpið. Aron er barnabarn Eggerts Magnússonar, fyrrum formanns KSÍ og eiganda West Ham. Í dag sýnir Aron Ingi á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Aron Ingi Magnússon
Gælunafn: AI
Aldur: 21 á árinu
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var í lengjubikarnum 2021 á móti Víking, man við töpuðum stórt þannig ekki mikið annað merkilegt úr þeim leik
Uppáhalds drykkur: Nocco Ramonade er svakalega góður
Uppáhalds matsölustaður: Crepes á Sykurverk er eitthvað sem Allir verða að prófa
Uppáhalds tölvuleikur: Var unplayable í Fifa á sínum tíma
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, það eru bara stælar
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad og Prison Break, gæti horft endalaust á það
Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, shoutout Á Herra og Joe Frazier duoið samt
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football
Uppáhalds samfélagsmiðill: Eyði vandræðalega miklum tíma á TikTok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Geymslutæming í dag eða morgun, hvenær ertu laus?” Mamma að bíða eftir hjálp við að tæma geymsluna
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:Myndi ekki detta það í hug að spila fyrir KA
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki Mathys Tel, hann gat svosem ekkert í þeim leik en fínasti spilari
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Aron Birkir og Tómas Örn, það var svona aldrei vekja mig aðstoðarteymi í 5.flokki. Siggi Hö mjög flottur lika
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Atli, sá getur tuðað og vælt
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Fór á leik hjá Pálma frænda þegar hann var hjá Lilleström, hann var ákveðin fyrirmynd á þeim tíma
Sætasti sigurinn: Kjarnafæðis úrslitaleikurinn í ár var sætur
Mestu vonbrigðin: Líklegast bara allt síðasta tímabil
Uppáhalds lið í enska: Man Utd
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Bjarna Guðjón heim!
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Alexander Rafn er unplayable, 15 ára og strax betri en pabbi sinn var nokkurn tímann
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Ingimar Arnar er svakalega huggulegur
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Þær eru svo rosalega margar fallegar
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi, by far
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: 0 stig fyrir 0-0 jafntefli, þoli ekki 0-0 leiki
Uppáhalds staður á Íslandi: Mér líður ofboðslega vel í þorpinu
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Leikur við Aftureldingu fyrir 3 eða 4 árum síðan, við eigum aukaspyrnu á frábærum stað og mér er sagt að standa við boltann til að hóta vinstri fótar skoti. Ólafur Aron þekkir liðsfélaga sinn ekki betur en það og segir mér að skjóta með vinstri, ég þori ekki að segja neitt og bara skýt nema hvað að ég er svakalega langt frá því að vera örfættur. Held það hafi aldrei verið tekinn verri aukaspyrna á Íslandi
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Kannski ekki hjátrú en spila alltaf í innanundir treyju, sama hvernig veðrið er
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi í raun á allt, en úrslitakeppnin í körfu og pílan um jólin stendur upp úr
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tók sennilega einhverja 7 dönsku áfanga en kann ekki ennþá stakt orð
Vandræðalegasta augnablik: Það var frekar vont að þurfa leika þjálfarann fyrir framan þjálfarann í nýliðavígslunni á sínum tíma
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Tæki Árna Elvar og Fannar Daða fyrir vitleysuna sem fylgir þeim. Svo tæki ég Orra Sig til að halda mönnum rólegum. Þetta væri suddalegur dinner
Bestur/best í klefanum og af hverju: Sigfús Fannar og Vilhelm Ottó mega deila þessu, báðir helvíti skemmtilegir í klefanum
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð:Væri mjög gaman að fylgjast með Kristófer Kristjáns reyna finna ástina á Ástar Eyjunni.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er svakalega góður í ítölsku
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ibrahima Balde er þvílíkur kóngur, talar líka svona 9 tungumál
Hverju laugstu síðast: Ég hata að ljúga
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupin hjá Sigga eftir æfingar í vetur voru unreal leiðinleg og erfið
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Ten Hag hvernig í ósköpunum honum datt það í hug að fá Hojlund til United (og reyndar marga aðra ef út í það er farið)
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá sem flesta á vellinum í sumar!!!
Athugasemdir