Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
banner
laugardagur 26. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 24. júlí
EUROPE: Conference League, 2nd qualifying round
Astana 1 - 1 Zimbru
Ararat-Armenia 0 - 0 Universitatea Cluj
Araz 2 - 1 Aris
Aris Limassol 3 - 2 Puskas
Rosenborg 5 - 0 Banga
Zalgiris 0 - 0 Linfield FC
AEK 1 - 0 Hapoel Beer Sheva
Aktobe 2 - 1 Sparta Prag
Arda Kardzhali 0 - 0 HJK Helsinki
Atletic Escaldes 1 - 2 Dinamo Tirana
Cherno More 0 - 1 Istanbul Basaksehir
Decic Tuzi 0 - 2 Rapid
Hammarby 0 - 0 Charleroi
Hibernians FC 1 - 2 Spartak Trnava
Ilves 4 - 3 AZ
Kauno Zalgiris 1 - 1 Valur
Kosice 2 - 3 Neman
Larne FC 0 - 0 Prishtina
Novi Pazar 1 - 2 Jagiellonia
Oleksandria 0 - 2 Partizan
Omonia 1 - 0 Torpedo K.
Paks 1 - 0 Maribor
Petrocub 0 - 2 Sabah FK
Polessya 1 - 2 Santa Coloma
Pyunik 2 - 1 Gyor
Radnicki Kragujevac 0 - 0 KÍ Klaksvík
Riga 2 - 1 Dila Gori
St Josephs 0 - 4 Shamrock
St Patricks 1 - 0 Nomme Kalju
Sutjeska Niksic 1 - 2 Beitar Jerusalem
Vardar 2 - 1 Lausanne
Viking FK 7 - 0 Koper
Vllaznia 2 - 1 Vikingur R.
Torpedo-BelAZ 1 - 1 Maccabi Haifa
Vaduz 0 - 1 Dungannon Swifts
Varazdin 2 - 1 Santa Clara
Austria V 2 - 0 Spaeri
Dinamo Minsk 0 - 2 Egnatia R
Dundee United 1 - 0 UNA Strassen
HB Torshavn 1 - 1 Brondby
Sarajevo 2 - 1 Universitatea Craiova
Rakow 3 - 0 Zilina
Paide 0 - 2 AIK
EUROPE: Europa League, 2nd qualifying round
Anderlecht (Belgium) 1 - 0 Häcken
Besiktas (Turkey) 2 - 4 Shakhtar D (Ukraine)
Celje (Slovenia) 1 - 1 AEK Larnaca (Cyprus)
Levski (Bulgaria) 0 - 0 Braga
Lugano (Switzerland) 0 - 0 Cluj (Romania)
Ostrava (Czech Republic) 2 - 2 Legia (Poland)
Sheriff 1 - 3 Utrecht (Netherlands)
Midtjylland (Denmark) 1 - 1 Hibernian (Scotland)
WORLD: International Friendlies
Senegal 1 - 2 Uganda
Ekkert mark hefur verið skorað
Tanzania 0 - 0 Kenya
Marokkó - Búrkína Fasó - 17:00
þri 29.apr 2025 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 5. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þórsurum er spáð fimmta sætinu.

Síðasta sumar var vonbrigði fyrir Þórsara.
Síðasta sumar var vonbrigði fyrir Þórsara.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson fór aftur í Val.
Birkir Heimisson fór aftur í Val.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafael Victor verður að skora nokkur í sumar.
Rafael Victor verður að skora nokkur í sumar.
Mynd/Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Ibrahima Balde kom frá Vestra.
Ibrahima Balde kom frá Vestra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Ingi er spennandi leikmaður.
Aron Ingi er spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Clement Bayiha kom á kantinn.
Clement Bayiha kom á kantinn.
Mynd/Þór
Aron Einar verður líklega ekki með Þórsurum í sumar.
Aron Einar verður líklega ekki með Þórsurum í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar fagna marki síðasta sumar.
Þórsarar fagna marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þór, 152 stig
6. Njarðvík, 136 stig
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig

5. Þór
Síðasta sumar var svo sannarlega vonbrigðasumar fyrir Þórsara. Þeir fengu Birki Heimisson heim um veturinn og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði til margra ára, var líka kynntur sem nýr leikmaður félagsins með prompi og prakt fyrir tímabilið. Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við liðinu og það var mikil stemning í Þorpinu fyrir tímabilinu. En það gekk ekki alveg eins og reiknað hafði verið með. Þór var spáð öðru sæti fyrir mót en þeir náðu aldrei neinum takti og enduðu að lokum í tíunda sæti deildarinnar. Það er ekki alveg eins mikil trú á liðinu og í fyrra, en trúin er samt til staðar og ef þessi spá rætist, þá fer liðið í umspil. Það væru Þórsarar eflaust sáttir með og hlýtur það að vera markmið þeirra að enda á meðal fimm efstu eftir vonbrigðasumar í fyrra.

Þjálfarinn: Sigurður Heiðar Höskuldsson, Siggi Höskulds, tók við Þór fyrir síðasta tímabil. Þórsarar lögðu mikið á sig til að fá Sigga Höskulds í Þorpið og það tókst hjá þeim. Hann var þeirra maður. Siggi verður fertugur í sumar en hann var aðstoðarþjálfari hjá Val áður en hann tók við Þór. Siggi á það á ferilskránni að hafa komið liði upp úr Lengjudeildinni en hann gerði það með Leikni en hann gerði frábæra hluti í Breiðholtinu á sínum tíma og er þar dáður og dýrkaður. Núna er hann með það verkefni að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru og verður spennandi að sjá hvort honum takist það jafnvel í sumar.

Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikil stemning í kringum Þórsliðið að venju
„Þórsarar eru með mikið breytt en spennandi lið. Höskarinn hefur fengið að móta liðið í rúmt ár núna og er búinn að segja upp þessum ömurlega grasvelli sem ég tel mikið heillaskref fyrir Þór."

„Farþegar sem vildu varla spila fengu að fjúka og liðið styrkt með sterkum leikmönnum, það er vissulega blóðtaka að missa Aron Einar og Birki Heimis en liðið í ár virkar á mig heilsteyptara en í fyrra."

„Það er mikil stemning í kringum Þórsliðið að venju og stefna þeir klárlega á að komast í umspilið og þeir hafa alla burði til þess."


Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.

Lykilmenn: Rafael Victor og Ibrahima Balde
Rafael Victor hefur sýnt það bæði með Þrótti Reykjavík og Njarðvík að hann getur vel skorað í þessari deild. Er stór og sterkur framherji sem tekur mikið til sín. Fann sig ekki alveg á síðasta tímabili en það eru miklar vonir bundnar við að í sumar springi hann út með Þór. Á sínum degi eru ekki margir framherjar sem standast honum snúninginn og það er það sem Þór þarf á að halda í sumar að hann hitti oftar á daginn sinn. Það kom svolítið á óvart að Vestri skyldi ekki hafa haldið Ibrahima Balde en þetta er alvöru stykki á miðjuna hjá Þór. Þeir sem hafa fylgst með Vestra síðustu ár vita hvaða kraft hann mun koma með inn á miðsvæðið hjá Þór. Er með reynslu úr efstu deild frá síðasta tímabili auk þess að hafa farið upp með Vestra árið áður. Mikilvægt að fá mann með þá reynslu inn í hópinn.

Gaman að fylgjast með: Aron Ingi Magnússon
Á sínum degi er þetta hörkuleikmaður. Miðjumaður sem prófaði Ítalska skólann í Venezia áður en hann snéri svo aftur í Þorpið. Það verður mikilvægt fyrir Þór að hann verði í stuði í sumar og haldi stuðinu gangandi á miðjunni. Ungur og virkilega spennandi leikmaður.

Komnir:
Yann Emmanuel Affi frá BATE
Ibrahima Balde frá Vestra
Clément Bayiha frá Kanada
Franko Lalic frá Dalvík/Reyni
Juan Guardia frá Völsungi
Orri Sigurjónsson frá Fram
Víðir Jökull Valdimarsson frá KH
Pétur Orri Arnarson frá Kormáki/Hvöt (var á láni)

Farnir:
Aron Einar Gunnarsson til Katar
Birkir Heimisson í Val
Auðunn Ingi Valtýsson til Dalvíkur/Reynis
Marc Sörensen til Danmerkur
Aron Kristófer Lárusson í HK
Alexander Már Þorláksson
Árni Elvar Árnason til Fjölnis
Birgir Ómar Hlynsson til ÍBV á láni
Bjarki Þór Viðarsson í Magna
Elmar Þór Jónsson
Jón Jökull Hjaltason til Danmerkur (var á láni hjá Þrótti V.)



Fyrstu þrír leikir Þórs:
2. maí, Þór - HK (Boginn)
9. maí, Leiknir R. - Þór (Domusnovavöllurinn)
18. maí, Þór - Keflavík (Boginn)
Athugasemdir