Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   þri 29. apríl 2025 23:43
Anton Freyr Jónsson
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain.
Nik Chamberlain.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Telma kemur líklega inn í liðið gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi og öruggan 7-1 heimasigur gegn nýliðum Fram í Bestu deildinni í dag. Eftir leikinn ræddi Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistaranna, við Fótbolta.net.

„Þetta var nokkuð gegnheil frammistaða, tók smá tíma að brjóta þær niður. Við skoruðum nokkur mjög, mjög góð mörk, sérstaklega fjórða, sjötta og sjöunda, þar hreyfðum við boltann hratt og opnuðum þær. Ég var mjög ánægður með þau mörk," sagði þjálfarinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  1 Fram

Hann hreyfði aðeins við leikmannahópnum og byrjaði með Öglu Maríu Albertsdóttur, Karitas Tómasdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á bekknum.

„Þetta var tækifæri til að gefa leikmönnum mínútur, mótið er ungt og við viljum halda öllum eins ferskum og hægt er. Að spila tvo leiki í röð getur verið erfitt, sérstaklega fyrir kraftmikla leikmenn eins og Öglu Maríu. Þetta var frábært tækifæri og ég er mjög ánægður með framlagið hjá þeim þegar þær komu inn, Berglind skoraði og Agla Marí lagði upp mörk."

Telma Ívarsdóttir gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Rangers í dag. Nik var spurður út í þau tíðindi.

„Kate fór úr axlarlið eftir leikinn í Meistarakeppninni, hún hefði í raun ekki átt að spila neinn af leikjunum eftir það, en hefur gert frábærlega að komast í gegnum það. Telma verður hjá okkur fram að EM á láni frá Rangers og vonandi verður Kate orðin í lagi fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Nik sem er með Breiðablik í toppsæti deildarinnar, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Víkingi á laugardag. Viðtalið við Nik má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner