Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
„Ómögulegt að halda leikmönnum sem vilja ekki vera hér"
Matthijs De Ligt
Matthijs De Ligt
Mynd: Getty Images
Maurizio Arrivabene, framkvæmdastjóri Juventus á Ítalíu, segir möguleika á því að hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt sé á förum frá félaginu.

De Ligt kom til Juventus frá Ajax árið 2019 en hann gæti nú verið á förum eftir mikinn hitafund sem fór fram á dögunum.

Varnarmaðurinn er samningsbundinn Juventus til 2024 en félagið vill framlengja samning hans um tvö ár.

Hann hefur tilkynnt félaginu að hann vilji fara í þessum glugga og er enska félagið Chelsea sagt leiða kapphlaupið um hann en til þess þarf að borga uppsett verð.

Juventus vill að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir De Ligt.

„Það er ómögulegt að halda leikmönnum sem vilja yfirgefa félagið en allir þrír aðilarnir í viðræðunum þurfa að vera sáttir," sagði Arrivabene við Tuttosport í dag.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill fá tvo varnarmenn í þessum glugga en félagið er einnig í viðræðum við Manchester City um Nathan Aké.
Athugasemdir
banner
banner
banner