Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 29. september 2020 20:31
Anton Freyr Jónsson
Gunni Guðmunds um rauða spjaldið: Gulli gerði liðinu engan greiða
Lengjudeildin
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður auðvitað ekki vel, eftir svona tapleik þá er maður svekktur fyrst og fremst." sagði Gunnar Guðmundsson svekktur eftir 1-0 tapið á móti Magna í kvöld

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Magni

Alexander Ívan Bjarnason kemur Magnamönnum yfir eftir nokkrar sekúndur en Þróttarar byrjuðu á móti sterkri sól

„Það getur vel verið að það hafi áhrif, þaðleit það þannig út að markmaðurinn blindaðist en línan var líka að falla alltof snemma niður það voru líka ákveðin mistök í því."

Tvö vafaatriði voru um miðjan síðari hálfleiks þegar Lárus Björnsson lyfti boltanum fyrir úr hornspyrnu og markmaður Magna grípur boltann og tveir Þróttarar keyra inn í hann og missir boltann og Þróttarar setja boltann í netið og Erlendur dæmir markið af og Gunnlaugur Hlynur tryllist og æðir í Freyþór Hrafn og fæ fyrir það beint rautt spjald. Hvernig horfði þetta við Gunnari.


„Ég sé ekki hvað gerist afhverju menn verða reiðir þarna, en Gulli (Gunnlaugur Hlynur) á náttúrulega aldrei að gera þetta og hann bregst kolrangt við og menn verða að halda haus í svona stöðum og láta ekki skapið hlaupa með sig í gunur þannig það var ekki skynsamlegt hjá Gulla og gerði liðinu engan greiða að láta reka sig útaf."

„Liðið sýndi allaveganna karakter og hélt áfram að berjast og mér fannst við gefa vel í þó við erum einum færri. Síðan undir blálokin þá er klárt brot á Dion inn í vítateig þannig mér fannst svekkjandi að menn skyldu ekki hafa þor til að dæma víti þar, því þetta var alveg augljóst."

Framundan er rosalega fallbarátta fram á síðasta leik en Þróttur Reykjavík,Magni og Leiknir F eru öll með 12 stig á botni deildarinnar.

„Já ég sé ekki annað en að þetta verði barátta framá síðasta leik. Þrír leikir eftir og við þurfum bara að fara upp með hausinn og horfa framávið og reyna að taka eitthvað út úr þessum síðustu leikjum"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner