Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 29. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ndombele: Orð Mourinho særðu mig ekki
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele hefur stigið upp á þessari leiktíð eftir erfitt síðasta tímabil með Tottenham.

Hann varð í fyrra dýrasti leikmaður í sögu Tottenham þegar hann var keyptur fyrir 62 milljónir evra. Hann sýndi ekki sínar bestu hliðar og gagnrýndi Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hann opinberlega.

Ndombele segir að orð Mourinho hafi ekki sært sig.

„Orð hans særðu mig ekki. Þau voru ekki mér hvatning heldur. Þetta var eitthvað sem ég heyrði og tók með mér. Auðvitað er ekki gaman að heyra svona, en þetta var á síðustu leiktíð og við horfum til framtíðar," sagði Ndombele við Sky Sports.

„Ég held að við séum ekki búin að sjá það besta frá Tanguy Ndombele. Ég er á réttri leið en ég á mikið inni."

Tottenham á leik gegn Antwerp frá Belgíu í Evrópudeildinni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner