Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 17:12
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Ég verð þjálfari eins og ég er
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson stýrði liði FH í örugga höfn að lokum eftir strembið tímabil þrátt fyrir ósigur gegn ÍA 1-2 í Kaplakrika í dag. FH sem var í fallsæti þegar deildinni var skipt fyrir mánuði síðan gerði það sem þurfti og hélt sér uppi þó þar hafi markatala ráðið úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

„Úrslitakeppnin svo sem bjargaði okkur ekki. Við vissum fyrir mótið að það væru 27 umferðir en ekki 22. Jú við vorum í fallsæti eftir 22 umferðir en þá var mótið ekki búið. Ég fagna bara lengingu mótsins, það eru fleiri leikir og skemmtilegra.“

Það er þó nokkuð augljóst að lið FH var í vandræðum þetta sumarið og margar aðvörunarbjöllur að klingja í Kaplakrika. Hefur vinna við að laga það sem misfórst á þessu ári þegar hafist hjá Sigurvin og FH?

„Já hún er komin af stað þannig lagað í hausnum á okkur. Svo komum við þessu auðvitað inn í æfingarprógramm og á völlinn í framhaldinu. Við þurfum líka að sjá mannskapinn, hvernig hann mun raðast upp. Hverjir bætast við nýjir og hvort einhverjir segi þetta gott. En í grunninn er lærdómurinn sá að við tókumst á við þetta erfiða verkefni að vera í bullandi fallbaráttu sem er sárt og leiðinlegt en að sama skapi rosalega lærdómsríkt. Við þurfum að reyna að gleyma þessu tímabili þannig lagað en alls ekki gleyma lykilatriðunum og læra af þeim.“

Sigurvin hefur staðfest að hann verði áfram í Kaplakrika á næsta tímabili en eitthvað hefur verið rætt um hvaða hlutverki hann mun gegna. Hann sjálfur var nokkuð skýr hvað það varðar.

„Ég verð þjálfari eins og ég er, aðalþjálfari en hvernig þetta raðast allt saman upp og hverjir bætast fleiri í hópinn verður bara að koma í ljós. “

Sagði Sigurvin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner