sun 29. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Erling Haaland er mennskur
Erling Braut Haaland, sóknarmaður Borussia Dortmund, er mennskur eftir allt saman.

Haaland hefur farið með himinskautum á fótboltaferli sínum til þessa. Hann hefur raðað inn mörkunum fyrir Salzburg í Austurríki og fyrir Dortmund í Þýskalandi.

Í síðustu viku skoraði hann tvisvar þegar Dortmund vann Club Brugge. Hann er búinn að skora 16 mörk í Meistaradeildinni í 12 leikjum. Haaland er aðeins tvítugur að aldri og búinn að skora fleiri mörk en Ronaldo Nazario í Meistaradeildinni.

Hann skorar hins vegar ekki úr færum sem hann fær. Norðmaðurinn er mennskur.

Hann klúðraði dauðafæri á síðustu stundu þegar Dortmund tapaði óvænt fyrir Köln í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Myndband af klúðrinu má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner