Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mán 29. nóvember 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM en hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur 5-0 á Laugardalsvelli en íslenska liðið spilar í töluvert meiri hita á morgun er liðin mætast.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 6 stig og aðeins spilað þrjá leiki en Kýpur er á botninum með eitt stig.

„Hún er rosalega góð og öðruvísi að vera hérna á fyrsta í aðventu en gaman að vera þar sem er heitt og gott. Gaman að æfa á stuttermabol og þær ganga vel þannig það er góð stemning," sagði Dagný.

Hún er komin með 96 landsleiki eða jafnmarga og Glódís Perla Viggósdóttir. Þær eru þó ekkert að keppast um það hver er fyrst í hundrað leikja klúbbinn.

„Nei, alls ekki. Ég hefði átt að ná 100 leikjum fyrir nokkrum árum en meiðsli og barnburður hafa seinkað þessu aðeins. Það er engin keppni og hlakka til að ná sjálf hundrað og vonandi næ ég því."

Dagný býst við erfiðum leik gegn Kýpur og að markmið íslenska liðsins sé að færa boltann hratt á milli gegn þéttri vörn andstæðingsins.

„Þær liggja svolítið til baka og spila þéttan varnarleik á meðan við reiknum með að vera svolítið meira með boltann. Við ætlum að láta boltann ganga hratt á milli og reynum að finna glufur og finna leikmennina í bestu færunum og svo snýst þetta um að nýta færin," sagði Dagný ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner