Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 29. nóvember 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Dagný: Meiðsli og barnsburður hafa seinkað þessu aðeins
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Dagný Brynjarsdóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni HM en hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland vann fyrri leikinn gegn Kýpur 5-0 á Laugardalsvelli en íslenska liðið spilar í töluvert meiri hita á morgun er liðin mætast.

Íslenska liðið er í 2. sæti riðilsins með 6 stig og aðeins spilað þrjá leiki en Kýpur er á botninum með eitt stig.

„Hún er rosalega góð og öðruvísi að vera hérna á fyrsta í aðventu en gaman að vera þar sem er heitt og gott. Gaman að æfa á stuttermabol og þær ganga vel þannig það er góð stemning," sagði Dagný.

Hún er komin með 96 landsleiki eða jafnmarga og Glódís Perla Viggósdóttir. Þær eru þó ekkert að keppast um það hver er fyrst í hundrað leikja klúbbinn.

„Nei, alls ekki. Ég hefði átt að ná 100 leikjum fyrir nokkrum árum en meiðsli og barnburður hafa seinkað þessu aðeins. Það er engin keppni og hlakka til að ná sjálf hundrað og vonandi næ ég því."

Dagný býst við erfiðum leik gegn Kýpur og að markmið íslenska liðsins sé að færa boltann hratt á milli gegn þéttri vörn andstæðingsins.

„Þær liggja svolítið til baka og spila þéttan varnarleik á meðan við reiknum með að vera svolítið meira með boltann. Við ætlum að láta boltann ganga hratt á milli og reynum að finna glufur og finna leikmennina í bestu færunum og svo snýst þetta um að nýta færin," sagði Dagný ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner