Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 29. nóvember 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi í liði mánaðarins í dönsku deildinni
Íslenski landsliðsvarnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur verið valinn í lið mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni.

Sverrir er einn besti varnarmaður deildarinnar og skoraði eitt af mörkum Midtjylland í 4-1 sigri gegn Silkeborg í síðustu umferð.

Það var hans fyrsta mark fyrir félagið en Sverrir, sem er þrítugur, hefur leikið tíu deildarleiki.

Midtjylland er ósigrað í tíu leikjum í röð og hefur verið á miklu flugi eftir erfiða byrjun. Liðið er í öðru sæti með 33 stig, jafnmörg stig og topplið FC Kaupmannahafnar en lakari markatölu.


Athugasemdir
banner
banner