banner
   þri 29. desember 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samkeppni efnilegra íslenskra markvarða - „Erum góðir félagar"
Patrik í leik með U21 landsliðinu.
Patrik í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Patrik er aðalmarkvörður U21 landsliðsins en þar er samkeppnin hörð. Elías Rafn Ólafsson er varamarkvörður en hann og Patrik komu saman upp úr yngri flokkum Breiðabliks. Á þessu ári hafa þeir báðir verið að spila í dönsku B-deildinni og ljóst að framtíðin er björt. Báðir eru þeir fæddir 2000.

„Við höfum aldrei séð þetta áður að þeir eru tveir markverðir, jafngamlir, sem eru í samkeppni um sæti í U21 landsliðinu og gætu verið í saman í landsliðinu á komandi árum. Hvernig er þessi samkeppni ykkar?" spurði Tómas Þór Þórðarson.

„Við erum mjög góðir félagar," sagði Patrik. „Við ólumst saman upp í Breiðabliki og vorum alltaf þar í samkeppni líka."

„Þetta snýst um að spila. Það hefur aldrei neitt komið upp á. Ég hef spila alla nema einn leik með U21 og Elli hefur sýnt því góðan skilning og stutt við bakið á manni. Þegar hann spilaði á móti Lúxemborg úti þá studdi ég við bakið á honum eins og hann hefur gert fyrir mig."

Hlusta má á viðtalið við Patrik í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Áramótakæfan 2020
Athugasemdir
banner
banner