Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   mið 15. maí 2024 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Cádiz getur bjargað sér eftir sigur í Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fallbaráttulið Cádiz er hálfnað með kraftaverkið sem þarf til að bjarga félaginu frá falli úr efstu deild spænska boltans, en liðið var að vinna annan deildarleikinn sinn í röð í dag. Cádiz er þar með búið að sigra sex leiki á deildartímabilinu.

Cadiz heimsótti Sevilla og sýndi flotta frammistöðu en staðan hélst markalaus allt þar til í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Leikurinn var fjörugur þar sem bæði lið fóru illa með færin sín en að lokum var það Sergi Guardiola sem gerði dramatískt sigurmark fyrir Cadiz á 96. mínútu leiksins, eftir stoðsendingu frá Juanmi.

Cádiz er núna tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir, en Celta Vigo er næsta lið fyrir ofan á stöðutöflunni og á leik til góða á heimavelli gegn Athletic Bilbao í kvöld.

Rayo Vallecano er þá búið að bjarga sér frá falli úr deildinni eftir sigur á heimavelli gegn föllnu liði Granada.

Heimamenn í Vallecano misstu leikmann af velli með beint rautt spjald eftir fimm mínútna leik en voru þrátt fyrir það sterkari aðilinn í dag og tók Florian Lejeune, fyrrum leikmaður Newcastle, forystuna á 23. mínútu.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir Vallecano sem mun spila áfram í LaLiga á næstu leiktíð.

Sevilla 0 - 1 Cadiz
0-1 Sergio Guardiola ('96 )

Rayo Vallecano 2 - 1 Granada CF
1-0 Florian Lejeune ('23 )
2-0 Jorge De Frutos Sebastian ('80 )
2-1 Lucas Boye ('89 )
Rautt spjald: Oscar Trejo, Rayo Vallecano ('5)
Athugasemdir
banner
banner
banner