Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 30. maí 2021 21:51
Matthías Freyr Matthíasson
Jói Kalli: Það er ekki gaman að tapa á móti KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var ósáttur við tap á móti KR í kvöld.

„Tilfinningin er ekki góð. Það er ekki gaman að tapa á móti KR og bara aldrei gaman að tapa fótboltaleikjum. En kannski extra pirrandi því við byrjuðum leikinn illa og vorum komnir með tvö mörk í andlitið snemma í leiknum."

Í hálfleik að þá ákváðum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum inn af miklum krafti og lögðum mikla vinnu í það að koma okkur inn í leikinn og fá svo þriðja markið á sig eins og það kom er virkilega svekkjandi en það getur gerst og við þurfum að vera menn til að höndla það

Við ætluðum að loka betur á KR og loka betur á Óskar og ekki hleypa þeim aftur fyrir okkur og það gekk ekki nógu vel. Við vorum í aðeins öðruvísi leikkerfi, vorum að spila 442 og ætluðum að stoppa bakverðina líka betur hjá KR en það heppnaðist heldur ekki þannig að það var svekkjandi

Þurftiru að nota hárblásaraaðferð á drengina inn í klefanum í hálfleik?

„Nei það var ekkert þannig eitthvað stórvægilegt að, við vorum bara klaufar og gleymum Óskari og hann er náttúrlega frábær leikmaður og fær færi í leiknum. Hann fær ekki mörg færi en skorar samt sem áður tvö mörk og við vitum það allir sem vorum að taka þátt í leiknum að við hefðum átt að loka betur á hann og gera þetta aðeins erfiðara fyrir hann."

„En við vildum bara sýna það að við erum það öflugir og ræddum það saman í hálfleiknum að við ætluðum að koma af krafti og höfðum trú á að við gætum fengið eitthvað út úr þessu, sérstaklega ef við myndum ná fyrsta markinu og það var alveg líklegt framan af, þangað til við fáum þriðja markið á okkur."


Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um róteringu á liðinu og baráttuna framundan.
Athugasemdir