banner
   þri 30. júní 2020 07:45
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Brighton á óskalista Liverpool
Powerade
Ben White er orðaður við Liverpool.
Ben White er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin finna alltaf nýjar kjaftasögur. Hér er slúðurpakki dagsins.



Manchester City ætlar að íhuga að kaupa Jack Grealish (24) frá Aston Villa ef Bayern Munchen kaupir Leroy Sane (24). Manchester United hefur einnig áhuga á Grealish. (Telegraph)

Chelsea vil fá Angel Gomes (19) miðjumann Manchester United en hann verður samningslaus á miðnætti. Erlend félög hafa einnig áhuga. (Independent)

Arsenal ætlar ekki að reyna að halda miðjumanninum Dani Ceballos (23) þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Sun)

Achraf Hakimi (21), hægri bakvörður Real Madrid, hefur hafnað tilboði frá Manchester United. Hakimi hefur verið í láni hjá Dortmund. (AS)

Roy Keane er í viðræðum um að taka við sem landsliðsþjálfari Aserbaídsjan. (Sun)

Newcastle og Arsenal eru á meðal félaga sem vilja fá framherjann Wout Wieghorst (27) frá Wolfsburg á 31,9 milljón punda. (BIlD)

Newcastle er einnig að skoða Thomas Robert (19) framherja Montpellier. Thomas er sonur Laurent Robert, fyrrum leikmanns Newcastle. (Mail)

Southampton vill fá framherjann Folarin Balogun (18) frá Arsenal. (Mail)

Vinstri bakvörðurinn Layvin Kurzawa (27) hefur gert nýjan samning við PSG. Hann hefur áður verið orðaður við Arsenal og Liverpool. (Goal)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið muni ekki eyða mörgum milljónum punda í nýja leikmenn. (Mirror)

Liverpool þarf að borga 35 milljónir punda til að fá varnarmanninn Ben White (22) frá Brighton en hann hefur slegið í gegn á láni hjá Leeds í vetur. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner