Afturelding er með fimm stiga forystu eftir 4-3 sigur gegn Fjölni í toppslag Lengjudeildarinnar í gær. Leikurinn var taumlaus skemmtun og stemningin á vellinum gríðarleg.
978 áhorfendur mættu á Malbikstöðina að Varmá og skemmtu sér konunglega. Þetta er vallarmet.
978 áhorfendur mættu á Malbikstöðina að Varmá og skemmtu sér konunglega. Þetta er vallarmet.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 3 Fjölnir
Afturelding hefur boðið upp á stórbrotna umgjörð í kringum leiki sína og gátu áhorfendur skellt sér í nudd á meðan horft er á leikinn. Meðal þeirra sem nýttu sér þá þjónustu var Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ.
Hér má sjá fallegasta mark leiksins, en það skoraði Elmar Kári Enesson Cogic. Algjörlega stórbrotið mark.
„ELMAR KÁRI COGIC TAKK FYRIR PENT! Elmar fær boltann fyrir utan teig, sker inn á vinstri fótinn og hamrar boltanum í slánna og niður! Þvílíkt mark vá!!!," skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Sjá einnig:
Sjáðu myndaveislu frá leiknum
???? Mark sumarsins í Lengjudeildinni!
— Afturelding (@umfafturelding) June 30, 2023
????Fyrra markið hjá @ElmarCogic í 4-3 sigrinum á Fjölni í gær #fotboltinet pic.twitter.com/kPFl832Qxr
Athugasemdir