Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fim 30. júlí 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann sannfærandi sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í kvöld.

Leikurinn var leikinn bak við luktar dyr eftir hertar reglur yfirvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið mjög sérstakt að stýra sínu liði við þessar aðstæður. KR-völlurinn var galtómur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

„Þetta var mjög sérstakt. Eftir fréttir morgunsins þá leið manni hjálf kjánalega í allan dag. Maður vissi ekki hvernig maður ætti að snúa sér í þessu. Við töluðum við strákana og sögðum að þeir þyrftu að tala meira sína á milli og reyna að búa til einhver læti. En þetta var mjög erfitt og óþægilegt," segir Rúnar.

„Ég vonast til þess að þetta verði ekki svona of lengi. En þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið og alla sem koma að þessu og ef þetta er leiðin þá verðum við að fara hana, því miður."

Óvissa er um framhaldið og Rúnar viðurkennir að staðan sé mjög óþægileg.

„Það er algjör óvissa. Þetta er leiðinleg staða sem við erum í þessu. Vonandi nær það ágæta fólk sem stýrir landinu tökum á þessu aftur. Vonandi getum við komið þjóðfélaginu af stað aftur. Við höfum talað um að menn þurfi að passa upp á að spritta sig og þvo hendurnar, ekki vera að kjassast of mikið inni í klefa. Fólk er komið of mikið á flug, öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka."

Í viðtalinu ræðir hann að sjálfsögðu einnig um sigur KR-inga í leik kvöldsins en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner