Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 30. júlí 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann sannfærandi sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í kvöld.

Leikurinn var leikinn bak við luktar dyr eftir hertar reglur yfirvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið mjög sérstakt að stýra sínu liði við þessar aðstæður. KR-völlurinn var galtómur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

„Þetta var mjög sérstakt. Eftir fréttir morgunsins þá leið manni hjálf kjánalega í allan dag. Maður vissi ekki hvernig maður ætti að snúa sér í þessu. Við töluðum við strákana og sögðum að þeir þyrftu að tala meira sína á milli og reyna að búa til einhver læti. En þetta var mjög erfitt og óþægilegt," segir Rúnar.

„Ég vonast til þess að þetta verði ekki svona of lengi. En þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið og alla sem koma að þessu og ef þetta er leiðin þá verðum við að fara hana, því miður."

Óvissa er um framhaldið og Rúnar viðurkennir að staðan sé mjög óþægileg.

„Það er algjör óvissa. Þetta er leiðinleg staða sem við erum í þessu. Vonandi nær það ágæta fólk sem stýrir landinu tökum á þessu aftur. Vonandi getum við komið þjóðfélaginu af stað aftur. Við höfum talað um að menn þurfi að passa upp á að spritta sig og þvo hendurnar, ekki vera að kjassast of mikið inni í klefa. Fólk er komið of mikið á flug, öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka."

Í viðtalinu ræðir hann að sjálfsögðu einnig um sigur KR-inga í leik kvöldsins en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner