Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 30. júlí 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann sannfærandi sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í kvöld.

Leikurinn var leikinn bak við luktar dyr eftir hertar reglur yfirvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið mjög sérstakt að stýra sínu liði við þessar aðstæður. KR-völlurinn var galtómur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

„Þetta var mjög sérstakt. Eftir fréttir morgunsins þá leið manni hjálf kjánalega í allan dag. Maður vissi ekki hvernig maður ætti að snúa sér í þessu. Við töluðum við strákana og sögðum að þeir þyrftu að tala meira sína á milli og reyna að búa til einhver læti. En þetta var mjög erfitt og óþægilegt," segir Rúnar.

„Ég vonast til þess að þetta verði ekki svona of lengi. En þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið og alla sem koma að þessu og ef þetta er leiðin þá verðum við að fara hana, því miður."

Óvissa er um framhaldið og Rúnar viðurkennir að staðan sé mjög óþægileg.

„Það er algjör óvissa. Þetta er leiðinleg staða sem við erum í þessu. Vonandi nær það ágæta fólk sem stýrir landinu tökum á þessu aftur. Vonandi getum við komið þjóðfélaginu af stað aftur. Við höfum talað um að menn þurfi að passa upp á að spritta sig og þvo hendurnar, ekki vera að kjassast of mikið inni í klefa. Fólk er komið of mikið á flug, öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka."

Í viðtalinu ræðir hann að sjálfsögðu einnig um sigur KR-inga í leik kvöldsins en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner