Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
   fim 30. júlí 2020 21:50
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Rúnar Kristinsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann sannfærandi sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í kvöld.

Leikurinn var leikinn bak við luktar dyr eftir hertar reglur yfirvalda vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið mjög sérstakt að stýra sínu liði við þessar aðstæður. KR-völlurinn var galtómur.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

„Þetta var mjög sérstakt. Eftir fréttir morgunsins þá leið manni hjálf kjánalega í allan dag. Maður vissi ekki hvernig maður ætti að snúa sér í þessu. Við töluðum við strákana og sögðum að þeir þyrftu að tala meira sína á milli og reyna að búa til einhver læti. En þetta var mjög erfitt og óþægilegt," segir Rúnar.

„Ég vonast til þess að þetta verði ekki svona of lengi. En þetta er jafn erfitt fyrir bæði lið og alla sem koma að þessu og ef þetta er leiðin þá verðum við að fara hana, því miður."

Óvissa er um framhaldið og Rúnar viðurkennir að staðan sé mjög óþægileg.

„Það er algjör óvissa. Þetta er leiðinleg staða sem við erum í þessu. Vonandi nær það ágæta fólk sem stýrir landinu tökum á þessu aftur. Vonandi getum við komið þjóðfélaginu af stað aftur. Við höfum talað um að menn þurfi að passa upp á að spritta sig og þvo hendurnar, ekki vera að kjassast of mikið inni í klefa. Fólk er komið of mikið á flug, öll þjóðin þarf að taka eitt skref til baka."

Í viðtalinu ræðir hann að sjálfsögðu einnig um sigur KR-inga í leik kvöldsins en hægt er að horfa á viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner