Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 30. júlí 2020 20:33
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Elías um enga áhorfendur: Þetta var stórfurðulegt
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara svekkjandi. Mér fannst eiginlega ótrúlegt að þetta hafi í raun ekki verið leikur þegar leikurinn var að verða búinn, þá er staðan 3-0 og í raun komið „game over„ á þetta og mér fannst það ótrulegt svona miðað við ganginn í þessum leik," voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar, fyrirliða Þórs, eftir 3-1 tap í Kaplakrika í dag.

Þór tapaði gegn Pepsi Max-deildarliði í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Þórsararnir voru flottir á vellinum í dag og vendipunktur leiksins var vítaspyrnudómurinn sem Þórsarar fengu á sig þegar klukkutími var liðin af leiknum í stöðunni 1-0 fyrir FH. Hvernig horfði sá dómur við Svenna?

„Nei ég sé það svo sem ekki nákvæmlega. Ég veit að þeir voru að toga í hvorn annan en dómarinn á bara að lesa leikinn betur þarna því Aron er með boltann allan tíman og hvorugur á séns í boltann allan og mér fannst þetta galinn dómur."

Hvert var upplegg Palla fyrir leikinn í dag? „Í raun bara eins og var, það var alla vega ekki að gefa þetta mark eftir 90 sekúndur eða hvað það var."

„Uppleggið var að vera þéttir til baka, duglegir að halda boltanum og þora að vera með hann. Mér fannst við vera lítið með hann fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá fannst mér við eiginlega bara betri út á vellinum og fengum fullt af færum og það var ótrulegt að við jöfnuðum ekki leikinn í stöðunni 1-0. Þessi vítadómur, gjöf að mínu mati, lokar þessu."

Sveinn Elías segir aðstæður með kórónuveirufaraldurinn leiðinlegar og vonar hann að þetta gangi hratt og örugglega yfir og hægt verði að klára mótin hér heima. Engir áhorfendur voru á vellinum í kvöld.

„Það er bara eins og það er, þetta er leiðinlegt. Þekkjum það eins og var í vor en vonandi taka menn bara rétt á hlutunum og þá vonandi gengur þetta hratt og örugglega yfir og menn ná að klára mótin."

„Það var bara stórfurðulegt, ég hafði ekki hugmynd um þetta, keyrði með fjölskyldunni minni hérna í morgun og þau skiluðu mér bara í leikinn og ég hafði ekki hugmynd að þau væru ekki að mæta á völlinn," sagði Svenni léttur að lokum þegar hann var spurður hvernig hafi verið að spila með enga áhorfendur í stúkunni í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner