Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 30. júlí 2020 20:33
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Elías um enga áhorfendur: Þetta var stórfurðulegt
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara svekkjandi. Mér fannst eiginlega ótrúlegt að þetta hafi í raun ekki verið leikur þegar leikurinn var að verða búinn, þá er staðan 3-0 og í raun komið „game over„ á þetta og mér fannst það ótrulegt svona miðað við ganginn í þessum leik," voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar, fyrirliða Þórs, eftir 3-1 tap í Kaplakrika í dag.

Þór tapaði gegn Pepsi Max-deildarliði í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Þórsararnir voru flottir á vellinum í dag og vendipunktur leiksins var vítaspyrnudómurinn sem Þórsarar fengu á sig þegar klukkutími var liðin af leiknum í stöðunni 1-0 fyrir FH. Hvernig horfði sá dómur við Svenna?

„Nei ég sé það svo sem ekki nákvæmlega. Ég veit að þeir voru að toga í hvorn annan en dómarinn á bara að lesa leikinn betur þarna því Aron er með boltann allan tíman og hvorugur á séns í boltann allan og mér fannst þetta galinn dómur."

Hvert var upplegg Palla fyrir leikinn í dag? „Í raun bara eins og var, það var alla vega ekki að gefa þetta mark eftir 90 sekúndur eða hvað það var."

„Uppleggið var að vera þéttir til baka, duglegir að halda boltanum og þora að vera með hann. Mér fannst við vera lítið með hann fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá fannst mér við eiginlega bara betri út á vellinum og fengum fullt af færum og það var ótrulegt að við jöfnuðum ekki leikinn í stöðunni 1-0. Þessi vítadómur, gjöf að mínu mati, lokar þessu."

Sveinn Elías segir aðstæður með kórónuveirufaraldurinn leiðinlegar og vonar hann að þetta gangi hratt og örugglega yfir og hægt verði að klára mótin hér heima. Engir áhorfendur voru á vellinum í kvöld.

„Það er bara eins og það er, þetta er leiðinlegt. Þekkjum það eins og var í vor en vonandi taka menn bara rétt á hlutunum og þá vonandi gengur þetta hratt og örugglega yfir og menn ná að klára mótin."

„Það var bara stórfurðulegt, ég hafði ekki hugmynd um þetta, keyrði með fjölskyldunni minni hérna í morgun og þau skiluðu mér bara í leikinn og ég hafði ekki hugmynd að þau væru ekki að mæta á völlinn," sagði Svenni léttur að lokum þegar hann var spurður hvernig hafi verið að spila með enga áhorfendur í stúkunni í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner