Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 30. júlí 2020 20:33
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Elías um enga áhorfendur: Þetta var stórfurðulegt
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara svekkjandi. Mér fannst eiginlega ótrúlegt að þetta hafi í raun ekki verið leikur þegar leikurinn var að verða búinn, þá er staðan 3-0 og í raun komið „game over„ á þetta og mér fannst það ótrulegt svona miðað við ganginn í þessum leik," voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar, fyrirliða Þórs, eftir 3-1 tap í Kaplakrika í dag.

Þór tapaði gegn Pepsi Max-deildarliði í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Þórsararnir voru flottir á vellinum í dag og vendipunktur leiksins var vítaspyrnudómurinn sem Þórsarar fengu á sig þegar klukkutími var liðin af leiknum í stöðunni 1-0 fyrir FH. Hvernig horfði sá dómur við Svenna?

„Nei ég sé það svo sem ekki nákvæmlega. Ég veit að þeir voru að toga í hvorn annan en dómarinn á bara að lesa leikinn betur þarna því Aron er með boltann allan tíman og hvorugur á séns í boltann allan og mér fannst þetta galinn dómur."

Hvert var upplegg Palla fyrir leikinn í dag? „Í raun bara eins og var, það var alla vega ekki að gefa þetta mark eftir 90 sekúndur eða hvað það var."

„Uppleggið var að vera þéttir til baka, duglegir að halda boltanum og þora að vera með hann. Mér fannst við vera lítið með hann fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá fannst mér við eiginlega bara betri út á vellinum og fengum fullt af færum og það var ótrulegt að við jöfnuðum ekki leikinn í stöðunni 1-0. Þessi vítadómur, gjöf að mínu mati, lokar þessu."

Sveinn Elías segir aðstæður með kórónuveirufaraldurinn leiðinlegar og vonar hann að þetta gangi hratt og örugglega yfir og hægt verði að klára mótin hér heima. Engir áhorfendur voru á vellinum í kvöld.

„Það er bara eins og það er, þetta er leiðinlegt. Þekkjum það eins og var í vor en vonandi taka menn bara rétt á hlutunum og þá vonandi gengur þetta hratt og örugglega yfir og menn ná að klára mótin."

„Það var bara stórfurðulegt, ég hafði ekki hugmynd um þetta, keyrði með fjölskyldunni minni hérna í morgun og þau skiluðu mér bara í leikinn og ég hafði ekki hugmynd að þau væru ekki að mæta á völlinn," sagði Svenni léttur að lokum þegar hann var spurður hvernig hafi verið að spila með enga áhorfendur í stúkunni í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner