Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 30. júlí 2020 20:33
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Elías um enga áhorfendur: Þetta var stórfurðulegt
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara svekkjandi. Mér fannst eiginlega ótrúlegt að þetta hafi í raun ekki verið leikur þegar leikurinn var að verða búinn, þá er staðan 3-0 og í raun komið „game over„ á þetta og mér fannst það ótrulegt svona miðað við ganginn í þessum leik," voru fyrstu viðbrögð Sveins Elíasar Jónssonar, fyrirliða Þórs, eftir 3-1 tap í Kaplakrika í dag.

Þór tapaði gegn Pepsi Max-deildarliði í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

Þórsararnir voru flottir á vellinum í dag og vendipunktur leiksins var vítaspyrnudómurinn sem Þórsarar fengu á sig þegar klukkutími var liðin af leiknum í stöðunni 1-0 fyrir FH. Hvernig horfði sá dómur við Svenna?

„Nei ég sé það svo sem ekki nákvæmlega. Ég veit að þeir voru að toga í hvorn annan en dómarinn á bara að lesa leikinn betur þarna því Aron er með boltann allan tíman og hvorugur á séns í boltann allan og mér fannst þetta galinn dómur."

Hvert var upplegg Palla fyrir leikinn í dag? „Í raun bara eins og var, það var alla vega ekki að gefa þetta mark eftir 90 sekúndur eða hvað það var."

„Uppleggið var að vera þéttir til baka, duglegir að halda boltanum og þora að vera með hann. Mér fannst við vera lítið með hann fyrstu 10 mínúturnar en eftir það þá fannst mér við eiginlega bara betri út á vellinum og fengum fullt af færum og það var ótrulegt að við jöfnuðum ekki leikinn í stöðunni 1-0. Þessi vítadómur, gjöf að mínu mati, lokar þessu."

Sveinn Elías segir aðstæður með kórónuveirufaraldurinn leiðinlegar og vonar hann að þetta gangi hratt og örugglega yfir og hægt verði að klára mótin hér heima. Engir áhorfendur voru á vellinum í kvöld.

„Það er bara eins og það er, þetta er leiðinlegt. Þekkjum það eins og var í vor en vonandi taka menn bara rétt á hlutunum og þá vonandi gengur þetta hratt og örugglega yfir og menn ná að klára mótin."

„Það var bara stórfurðulegt, ég hafði ekki hugmynd um þetta, keyrði með fjölskyldunni minni hérna í morgun og þau skiluðu mér bara í leikinn og ég hafði ekki hugmynd að þau væru ekki að mæta á völlinn," sagði Svenni léttur að lokum þegar hann var spurður hvernig hafi verið að spila með enga áhorfendur í stúkunni í Kaplakrika.
Athugasemdir