Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 30. júlí 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Við erum mjög lítið félag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við áttum skilið að tapa. Hrós á Leikni þeir voru betri í dag frá byrjun til enda. Ef við hefðum fengið stig í dag hefði það verið mjög ósanngjarnt. Ég óska þeim til hamingju, þeir spiluðu vel í dag.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Chris segir sigur Leiknismanna vera verðskuldaðan.

„Það er auðvelt að segja að þeir spiluðu vel í dag en á við vorum mjög lélegir í dag. Ég skal vera fyrstur til að verja mína leikmenn en í dag ætla ég ekki að verja þá. Frammistaðan frá óásættanleg. Í dag þurfa leikmennirnir að taka ábyrgð.“

Hvað þurfa Gróttumenn að gera betur til að vinna næsta leik sem er heimaleikur gegn Dalvík.

Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag. Það er ekkert flóknara svar en það, bara spila betur en í dag.“

Chris talar um að Grótta sé lítið félag og það sé erfitt að vinna í þannig umhverfi.

Við erum mjög lítið félag og aðstaðan er ekki mikil. Það er erfitt að vinna í umhverfinu sem við vinnum í eins og er kannski í mörgum litlum félögum á Íslandi. Við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Kannski hafa úrslitin ekki verið eins og við vildum fyrir mót en við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Dagar sem þessir gera mann reiðan. Ég þarf að vinna hart að mér til að halda liðinu uppi og strákarnir vita það líka. Næsti leikur gegn Dalvík verðum við að vinna. Í fallbaráttu verður maður að vinna stóru leikina og það er einn af þeim.

Eru einhverjar nýjar fréttir af Gróttu í sumarglugganum.

Það er erfitt fyrir okkur að semja við nýja leikmenn. Við erum ekki með auðlindirnar í það. Ég eyði dögunum mínum í að passa upp á að allir fái borgað í staðinn fyrir að eyða pening í ykkur. Ég vil nýja leikmenn en treysti getu þessara leikmanna sem ég á. Þeir eru ekki að spila fyrir Manchester United en þeir eru að spila fyrir lið þar sem mikil vinna er unnin fyrir þá. Við búumst ekki kannski við að þeir vinni, frekar að þeir sýni hjarta inn á vellinum.“ sagði Chris að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner