Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   þri 30. júlí 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Við erum mjög lítið félag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við áttum skilið að tapa. Hrós á Leikni þeir voru betri í dag frá byrjun til enda. Ef við hefðum fengið stig í dag hefði það verið mjög ósanngjarnt. Ég óska þeim til hamingju, þeir spiluðu vel í dag.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Chris segir sigur Leiknismanna vera verðskuldaðan.

„Það er auðvelt að segja að þeir spiluðu vel í dag en á við vorum mjög lélegir í dag. Ég skal vera fyrstur til að verja mína leikmenn en í dag ætla ég ekki að verja þá. Frammistaðan frá óásættanleg. Í dag þurfa leikmennirnir að taka ábyrgð.“

Hvað þurfa Gróttumenn að gera betur til að vinna næsta leik sem er heimaleikur gegn Dalvík.

Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag. Það er ekkert flóknara svar en það, bara spila betur en í dag.“

Chris talar um að Grótta sé lítið félag og það sé erfitt að vinna í þannig umhverfi.

Við erum mjög lítið félag og aðstaðan er ekki mikil. Það er erfitt að vinna í umhverfinu sem við vinnum í eins og er kannski í mörgum litlum félögum á Íslandi. Við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Kannski hafa úrslitin ekki verið eins og við vildum fyrir mót en við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Dagar sem þessir gera mann reiðan. Ég þarf að vinna hart að mér til að halda liðinu uppi og strákarnir vita það líka. Næsti leikur gegn Dalvík verðum við að vinna. Í fallbaráttu verður maður að vinna stóru leikina og það er einn af þeim.

Eru einhverjar nýjar fréttir af Gróttu í sumarglugganum.

Það er erfitt fyrir okkur að semja við nýja leikmenn. Við erum ekki með auðlindirnar í það. Ég eyði dögunum mínum í að passa upp á að allir fái borgað í staðinn fyrir að eyða pening í ykkur. Ég vil nýja leikmenn en treysti getu þessara leikmanna sem ég á. Þeir eru ekki að spila fyrir Manchester United en þeir eru að spila fyrir lið þar sem mikil vinna er unnin fyrir þá. Við búumst ekki kannski við að þeir vinni, frekar að þeir sýni hjarta inn á vellinum.“ sagði Chris að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner