Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus í úrslit norska bikarsins - Sigrar hjá Íslendingaliðunum
Júlíus Magnússon mun spila til úrslita í norska bikarnum
Júlíus Magnússon mun spila til úrslita í norska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr fór áfram með Kortrijk
Freyr fór áfram með Kortrijk
Mynd: Getty Images
Júlíus Magnússon, fyrirliði Fredrikstad í Noregi, hjálpaði liði sínu að komast í úrslitaleik norska bikarsins með því að vinna KFUM Oslo eftir vítakeppni.

Víkingurinn hefur átt magnað tímabil með Fredrikstad sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni.

Þar hefur liðið spilað framar vonum og er í harðri baráttu um Evrópusæti.

Gengi liðsins í bikarnum hefur þá ekki verið síðra en liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik bikarsins í kvöld eftir spennuþrungin undanúrslitaleik gegn KFUM Oslo.

Staðan var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu en Fredrikstad vann í vító, 6-5, þar sem Júlíus skoraði úr næst síðasta víti heimamanna.

Fredrikstad mætir Molde í úrslitum en leikurinn verður spilaður 7. desember næstkomandi.

Freysi og Andri Lucas áfram í belgíska bikarnum

Freyr Alexandersson stýrði Kortrijk til sigurs í sjöundu umferð belgíska bikarsins. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með Kortrijk í dag, en liðnu sem vann 1-0 sigur á Lokeren-Temse.

Andri Luca Guðjohnsen var í byrjunarliði Gent sem slátraði Union Rochefortoise, 7-0, á heimavelli. Andri komst ekki á blað í leiknum, en hann spilaði fyrsta klukkutímann.

Rúnar Alex Rúnarsson var þá á varamannabekk FCK sem lagði Sönderjyske, 2-1, í 16-liða úrslitum danska bikarsins. Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn í vörn SönderjyskE en Kristall Máni Ingason var fjarri góðu gamni.
Athugasemdir
banner