Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. nóvember 2022 15:57
Elvar Geir Magnússon
Camavinga í vinstri bakverði og er í miklu brasi
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: Getty Images
Staðan í hálfleik er markalaus í báðum leikjum lokaumferðar D-riðils.

Heimsmeistarar Frakklands eru búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og Didier Deschamps er með nokkurs konar varalið í leiknum gegn Túnis.

Kylian Mbappe, Antoine Griezmann, Olivier Giroud og Ousmane Dembele eru allir á bekknum og Frakkland náði ekki skoti á markið allan fyrri hálfleikinn.

Theo Hernandez er eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn í franska hópnum og hann er hvíldur. Miðjumaðurinn Eduardo Camavinga hjá Real Madrid er að byrja sinn fyrsta leik á mótinu en hann er í afleysingum í vinstri bakverði.

Camavinga er ekki alveg að finna sig í þessari stöðu og var klobbaður eftir fimmtán mínútur:



Athugasemdir
banner
banner
banner