Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 30. nóvember 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
,,Hrós fyrir okkur að þeir mæta til að tefja og grýta sér í jörðina"
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ótrúlegt atvik eftir markið.
Ótrúlegt atvik eftir markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Svekktur með niðurstöðuna en stoltur af liðinu.
Svekktur með niðurstöðuna en stoltur af liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkar frammistaða var gríðarlega góð, bæði varnar- og sóknarlega," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Breiðablik spilaði mjög vel á löngum köflum og þeir voru sterkari aðilinn lengi vel.

„Þessi frammistaða verðskuldaði ekkert minna en þrjú stig. Þetta er mjög svekkjandi en að sama skapi er ég mjög stoltur af liðinu, og félaginu. Með engum fyrirvara var búin til frábær aðstaða fyrir þennan leik í riðlakeppni Evrópu. Fyrir utan svekkjandi úrslit er ég stoltur af liðinu."

Frammstaðan var líka góð í síðasta leik á móti Gent. Af hverju ná Blikar í engin stig í þessum tveimur leikjum?

„Ég get ekki ímynda mér það að þeir séu með meira en núll komma eitthvað í xG. Þeir eru örugglega nær núll en einum. Þeir fá varla færi í leiknum. Á meðan við fáum ótal sénsa til að komast í 1-0, til að komast yfir eftir að við jöfnum, til að jafna leikinn. Ég veit það ekki, það er erfitt að greina þetta allt núna. Þetta er svekkjandi niðurstaða."

Það er gríðarlegur munur á þeim fjármunum sem Blikar eru með á bak við sig og þeim fjármunum sem Maccabi er með. Það sást ekki á frammistöðunni í leiknum.

„Það er hrós fyrir okkur að þeir mæta til að tefja, grýta sér í jörðina, leika á og plata dómarann. Þeir reyna að draga niður tempóið í leiknum með allt það fjármagn sem þeir eru með á bak við sig. Þeir eru með dýra landsliðsmenn héðan og þaðan úr heiminum. Það er hrós fyrir okkur. Við vorum að mínu mati betra liðið í 90 mínútur í dag," sagði Halldór.

Það var mikill hiti í kringum þennan leik. Fyrir utan Kópavogsvöll, þar sem leikurinn fór fram, var mikill fjöldi að mótmæli og var mikil löggæsla. Stríðsátök geysa fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísralesmanna og Palestínumanna. Félagið Ísland – Palestína og hreyfingin BDS Ísland stóðu fyrir mótmælunum sem settu sinn svip á leikinn.

Andrúmsloftið var spennuþrungið og það varð ekkert minna spennuþrungið þegar Dan Biton, leikmaður Maccabi, skoraði í fyrri hálfleik. Hann fagnaði með því að hlaupa að bekknum og ná í ísraelska fánann. Það var hiti á vellinum eftir þetta og áhorfendur bauluðu á Biton meðan hann fagnaði með ísraelska fánanum. Dóri er pirraður á því að dómarateymið og UEFA hafi leyft Biton að komast upp með þetta.

„Ég held að okkur hafi tekist ágætlega í aðdraganda leiksins að útiloka þessa utanaðkomandi þætti. Okkur tókst það líka ágætlega í leiknum þangað til þeir eru sjálfir með pólitískan áróður inn á vellinum. Það er auðvitað til skammar, og það er ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti sem er boðið upp á. Í smástund var erfitt að útiloka þetta en svo fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn."

Það er einn leikur eftir í riðlinum en sá leikur er gegn Zorya Luhansk á útivelli. Blikar eru enn án stiga en ná vonandi í sín fyrstu stig þar.

„Við ætlum alltaf að vinna. Auðvitað er þreytt að segja að við verðskuldum hitt og þetta. Við spiluðum vel og töpuðum. Við þurfum að byggja ofan á þetta og við ætlum okkur sigur í þessum síðasta leik," sagði Dóri en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner