Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
'Sagði henni að það væri fullkomið í Kristianstad'
Hlín á æfingu Íslands í gærmorgun.
Hlín á æfingu Íslands í gærmorgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hlín Eiríksdóttir ætlar að spila áfram með Kristianstad í Svíþjóð þrátt fyrir þær breytingar sem eru að verða hjá félaginu en Elísabet Gunnarsdóttir er hætt sem þjálfari liðsins.

„Við áttum góðan leik í lokaleik Betu sem ég held að sé mikilvægt fyrir okkur allar og fyrir hana. Við náðum reyndar ekki að vinna og leikurinn endaði 3-3. Mér fannst við spila vel og ná að sýna hennar gildi að einhverju leiti sem var frábært, en það var auðvitað leiðinlegt að kveðja hana svo það var ekki bara góður dagur," sagði Hlín við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Cardiff í gærmorgun.

Þangað er hún komin til að spila með íslenska landsliðinu gegn Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudagskvöldið. Hún ætlar að spila áfram með Kristianstad.

„Ég hlakka til framhaldsins, ég er með samning í eitt tímabil í viðbót," sagði hún en verður ekki skrítið fyrir hana og félagið í heild að fara í nýtt tímabil og það er engin Beta?

„Jú auðvitað, hún er búin að vera þarna lengi og það er auðvitað alltaf sérstakt fyrir öll lið að skipta um þjálfara. Ég held það sé ekkert mikið að breytast í Kristianstad. Það er búin að vera umræða í fjölmiðlum að það sé allt að umturnast í Kristianstad en það er ekki alveg rétt þó nokkrir leikmenn og Beta séu að hætta og Dúna líka. Við verðum áfram með þjálfara sem hafa verið í teyminu og meginþorri leikmanna verður áfram. Ég hlakka til."

Hafa fjölmiðlar úti áhyggur af því að þetta sé allt að dempast niður?

„Nei, kannski ekki dempast niður heldur bara mikið af breytingum í gangi. Maður veit aldrei hvað verður en breytingar geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar.Það á eftir að koma í ljós."

Þú varst að fá nýjan liðsfélaga frá Íslandi, Kötlu Tryggvadóttur úr Þrótti, hvernig líst þér á það?

„Mjög vel, hún er Valsari eins og ég svo það er gaman. Hún er mjög efnileg og eiginlega orðin góð. Það verður spennandi að vera með henni í liði. Ég held hún sé frábær karakter."

Leitaði hún eitthvað til þín í aðdragandanum?

„Já hún heyrði aðeins í mér en hún var búin að koma til okkar seinasta vetur að æfa með okkur í viku. Ég held að hún hafi vitað af miklu leiti hvað þetta snýst um þarna. Hún heyrði aðeins í mér og ég sagði henni að það væri fullkomið í Kristianstad."

   29.11.23 13:04
Ísland beðið um að æfa ekki á keppnisvellinum

Athugasemdir
banner
banner
banner