Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   mið 29. nóvember 2023 14:21
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að allir leikir í Þjóðadeildinni eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Bæði upp á stigasöfnun og framhaldið í A-deild. Líka upp á okkar vegferð sem lið, að ná góðri frammistöðu og bæta okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur gegn Wales í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á föstudagskvöldið hér í Cardiff. Stig tryggir Íslandi umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Auðvitað gerum við okkur allar grein fyrir því en leikurinn á móti Wales er að einhverju leiti extra mikilvægur upp á stigin í riðlinum. Við vitum alveg að það erum við og þær sem erum að berjast í 3. og 4. sæti riðilsins," sagði hún.

Hvernig heldurðu að leikurinn verði?

„Ég held að þetta verði mikill líkamlegur barningur. Þær eru mjög harðar af sér og fastar fyrir en við erum það líka. Síðast þegar við mættum þeim fannst mér leikurinn vera þannig. Mikið direct spil frá báðum og ég held þetta verði þannig, harka og við þurfum að mæta klárar."

Heldurðu að þetta verði nánast slagsmál?

„Ég segi það nú ekki en vonandi náum við að spila góðan fótbolta líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner