Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 29. nóvember 2023 14:21
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Hlín á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að allir leikir í Þjóðadeildinni eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Bæði upp á stigasöfnun og framhaldið í A-deild. Líka upp á okkar vegferð sem lið, að ná góðri frammistöðu og bæta okkur," sagði Hlín Eiríksdóttir landsliðskona Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í morgun.

Framundan er leikur gegn Wales í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á föstudagskvöldið hér í Cardiff. Stig tryggir Íslandi umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

„Auðvitað gerum við okkur allar grein fyrir því en leikurinn á móti Wales er að einhverju leiti extra mikilvægur upp á stigin í riðlinum. Við vitum alveg að það erum við og þær sem erum að berjast í 3. og 4. sæti riðilsins," sagði hún.

Hvernig heldurðu að leikurinn verði?

„Ég held að þetta verði mikill líkamlegur barningur. Þær eru mjög harðar af sér og fastar fyrir en við erum það líka. Síðast þegar við mættum þeim fannst mér leikurinn vera þannig. Mikið direct spil frá báðum og ég held þetta verði þannig, harka og við þurfum að mæta klárar."

Heldurðu að þetta verði nánast slagsmál?

„Ég segi það nú ekki en vonandi náum við að spila góðan fótbolta líka."
Athugasemdir