Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd skoðaði þrjá aðra kosti líka
Ryan Gravenberch.
Ryan Gravenberch.
Mynd: EPA
Manchester United er að færast nálægt samkomulagi við Bayern München um lánssamning austurríska miðjumannsins Marcel Sabitzer.

Sabitzer, sem er 28 ára gamall, er á leið til Manchester þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Sabitzer kemur til með að leysa vandamál sem hafa skapast á miðsvæði Man Utd í kjölfarið á meiðslum Christian Eriksen og Donny van de Beek.

Miguel Delaney, fréttamaður hjá Independent segir að Man Utd hafi skoðað að minnsta kosti þrjá aðra kosti áður en tekin var ákvörðun um að fara á eftir Sabitzer.

Hann segir að Man Utd hafi skoðað það að fá Ryan Gravenberch, sem er einnig hjá Bayern. Þýska félagið var hins vegar ekki tilbúið að lána hann á þessum tímapunkti. United horfði einnig til Isco, sem er án félags í augnablikinu, en hann þótti greinilega ekki eins spennandi og Sabitzer.

Þá skoðaði United að fá YourI Tielemans frá Leicester en hann þótti of dýr.

Búast má því að Sabitzer verði orðinn leikmaður Man Utd seinna í kvöld, en hann er annar leikmaðurinn sem liðið fær í þessum glugga á eftir sóknarmanninum Wout Weghorst.
Athugasemdir
banner
banner
banner