Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. mars 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu stigin í hús
Icelandair
Tveir markaskorarar í kvöld.
Tveir markaskorarar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liechtenstein 1 - 4 Ísland
0-1 Birkir Már Sævarsson ('12 )
0-2 Birkir Bjarnason ('45 )
0-3 Guðlaugur Victor Pálsson ('77 )
1-3 Yanik Frick ('79 )
1-4 Rúnar Már Sigurjónsson ('90, víti)
Lestu nánar um leikinn

Ísland er komið á blað í undankeppni HM 2022. Liðið bar sigur úr býtum gegn Liechtenstein á útivelli í kvöld.

Birkir Már Sævarsson kom Íslandi yfir á 12. mínútu. Það var mark í boði bakvarða íslenska liðsins því Birkir skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Herði vinstri bakverði.

Íslendingar voru í rauninni með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu í kvöld.

Birkir Bjarnason náði að gera annað mark Ísland eftir stoðsendingu Arnórs Ingva rétt fyrir leikhlé og var staðan 2-0 í hálfleik.

Hjörtur Hermannsson fékk dauðafæri til að koma Íslandi í 3-0 en miðvörðurinn setti boltann yfir markið með skoti innan teigs. Á 77. gerði Guðlaugur Victor Pálsson sitt fyrsta landsliðsmark eftir aukaspyrnu Jóns Dags Þorsteinssonar, sem kom inn á sem varamaður.

Liechtenstein tókst hins vegar að minnka muninn á 79. mínútu þegar Yanik Frick skoraði beint úr hornspyrnu. Það leit ekki vel út fyrir Rúnar Alex í marki Íslands. Rúnar Már Sigurjónsson rak síðasta naglann í kistu Liechtenstein með marki úr vítaspyrnu í uppbótartímanum.

Lokatölur 4-1 fyrir Ísland sem er með þrjú stig í riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu leikjunum, gegn Þýskalandi og Armeníu. Liechtenstein er án stiga og Ísland nagar sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki unnið þetta stærra. Næsta verkefni þessari undankeppni er í september og þá spilum við okkar fyrstu heimaleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner