Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 31. maí 2016 12:15
Elvar Geir Magnússon
Osló
Heimir Hallgríms: Þurfum að einstaklingsmiða allt
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari vill sjá menn ferska og tilbúna í vináttulandsleiknum gegn Noregi á morgun. Leikurinn verður 17:45 að íslenskum tíma.

„Ég vil að menn sýni að þeir séu tilbúnir í þetta lokamót. Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Við erum ekki að fara að spila á leikmönnum sem voru að spila í Skandinavíu," segir Heimir.

Leikmenn eru á misjöfnum stað og þarf þjálfarateymið að hugsa þetta nokkuð einstaklingsmiðað nú þegar tvær vikur eru í fyrst leik Íslands á EM.

„Það er ekki besta staðan að vera að fara í lokakeppni með 3-4 leikmenn sem léku fimm leiki á síðustu tveimur vikum. Það er ekki hægt að setja mikið álag á þá leikmenn og gera ráð fyrir því að þeir verði ferskir í þrjár til fjórar vikur í framhaldinu. Við þurfum að einstaklingsmiða allt sem við gerum í dag."

„Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, mönnum sem hættu fyrir löngu síðan. Það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik. Þeir sem voru að spila í fyrradag þurfa kannski frekar hvíld, andlega og líkamlega."

„Nú er tækifærið fyrir einhverja að spila sig inn í liðið. Það er ekki búið að ákveða byrjunarliðið gegn Portúgal," segir Heimir sem var að lokum spurður að því hvort við verðum ekki í 4-4-2?

„Það má búst við því! segir Heimir léttur en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner