
„Það er mikil tilhlökkun. Það verður draumur í dós að fara til Rússlands," sagði Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska landsliðsins, í dag.
Hörður var einn af fimm fyrstu leikmönnunum sem mættu til æfinga á dögunum en nú er allur hópurinn kominn til æfinga.
Hörður var einn af fimm fyrstu leikmönnunum sem mættu til æfinga á dögunum en nú er allur hópurinn kominn til æfinga.
„Þetta er allt öðruvísi núna. Þegar við vorum fimm gátum við bara hlaupið á æfingum en það var gott til að komast í sem best form fyrir HM. Það er gott að fá alla leikmennina til landsliðsins, æfa alvöru á æfingu og spila á tvö mörk. Þetta gæti ekki verið betra."
Ennþá eru til miðar á leik Íslands og Noregs miðasala fer fram á midi.is.
„Ég er að pæla í að panta heila stúku fyrir vini mína af því að það er ekki uppselt ennþá. Ég kom inn í þetta landslið þegar það var byrjað að vera uppselt alltaf og ég þekki ekki annað," sagði Hörður léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir