Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
   sun 31. ágúst 2014 15:46
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Heimir Hallgríms: Spiltími lykilmanna var áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, völdu í lok síðustu viku hópinn sem mætir Tyrkjum í í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september, og hefst kl. 18:45.

Standið á hópnum er gott og flestir sem eru að leika lykilhlutverk með sínum liðum.

„Þetta er svolítið breytt frá lok síðasta tímabils. Þá voru margir sem voru ekki að spila nægilega mikið, menn sem eru búnir að vera lykilmenn í landsliðinu. Það var áhyggjuefni á þeim tíma en gleðiefni að menn eru farnir að stimpla sig vel inn og spila lykilhlutverk," segir Heimir Hallgrímsson.

Nefnir hann menn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbein Sigþórsson sem þurftu að sætta sig við bekkjarsetu en eru í stórum hlutverkum í dag.

„Það skiptir miklu máli fyrir landsliðið að þurfa ekki að koma mönnum í stand heldur er hægt að einbeita sér frekar að taktískum æfingum."

Heimir var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner