,,Þetta er æðislegt. Það eru 500 Selfyssingar hérna, við erum komnir upp g ég skoraði þrjú. Þetta getur ekki verið betra," sagði Viðar Örn Kjartansson eftir að Selfyssingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 3-1 sigri á ÍR í dag.
Viðar Örn skoraði öll mörk Selfyssinga í leiknum en hann er nú marki á eftir Sveinbirni Jónassyni og Hirti Júlíusi Hjartarsyni í baráttu um markakóngstitilinn. Viðar hefði getað skorað fleiri mörk í dag en hann fékk góð færi í síðrai hálfleiknum.
Viðar Örn skoraði öll mörk Selfyssinga í leiknum en hann er nú marki á eftir Sveinbirni Jónassyni og Hirti Júlíusi Hjartarsyni í baráttu um markakóngstitilinn. Viðar hefði getað skorað fleiri mörk í dag en hann fékk góð færi í síðrai hálfleiknum.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 3 Selfoss
,,Ég var ekki að hugsa. Þetta var slappt hjá mér en ég bæti það upp í næsta leik."
Selfyssingar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en Viðar telur að þeir muni koma sterkari til leiks að ári.
,,Ef við værum í Pepsi-deildinni núna værum við um miðja deild allavega. Við bætum sennilega eðsin við og æfum eins og vitleysingar. Við eigum eftir að gera gott mót á næsta ári."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.