Aron Rúnarsson Heiðdal, fyrirliði Stjörnunnar í 3. flokki, var að vonum í skýjunum í gær eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Breiðablik 1-0 eftir framlengingu.
„Tilfinningin er mjög sæt. Leikurinn var mjög jafn en heppni sem kostaði markið. Það gerðist líka í bikarúrslitunum, þetta var svipað dæmi," segir Aron.
„Við hlupum allan tímann og börðumst. Allir höfðu trú á þessu."
Vel var mætt á völlinn og mikil stemning meðal áhorfenda. „Þetta er bara eins og í Pepsi-deildinni," segir Aron en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.