,,Það er gott að enda þetta með sigri og ég tel það nauðsynlegt fyrir framhaldið að menn klári þetta með reisn ," sagði Ragnar Gíslason þjálfari HK í samtali við Fótbolta.net eftir að ljóst var að liðið vann Gróttu 1-0 í dag.
Lestu um leikinn: HK 1 - 0 Grótta
Með sigrinum tóku HK lið Gróttu með sér niður í 2. deildina.
,,Við lögðum upp að leggja okkur fram í þetta því annað væri ekki sanngjarnt gagnvart öðrum liðum að leggja sig fram. Menn lögðu sig nokkuð vel fram í dag.
Ragnar tók við HK um mitt sumar og hefur rifið liðið upp en það dugði þó ekki til. Hann kveðst hafa áhuga á að halda áfram með liðið.
,,Það á eftir að ganga frá svoleiðis málum en það verðuð skoðað á næstu dögum. Það er margt spenanndi við þetta umhverfi sem við erum í, það eru tækifæri og fullt af efnilegum drengjum í HK."
Nánar er rætt við Ragnar í sjónvarpinu hér að ofan.