Framkvæmdastjóri FH í viðtali um framkvæmd leiksins á morgun
Sænska liðið AIK á harðan kjarna stuðningsmanna sem flokkaðir eru sem fótboltabullur. Oft hafa komið upp slagsmál á leikjum liðsins en ólíklegt er að sú verði raunun á morgun þegar það mætir FH í Kaplakrika.
Um er að ræða seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar en ströng öryggisgæsla verður á vellinum. Allt er í járnum eftir að fyrri leikurinn endaði með jafntefli 1-1.
Um er að ræða seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar en ströng öryggisgæsla verður á vellinum. Allt er í járnum eftir að fyrri leikurinn endaði með jafntefli 1-1.
Gunnar Gunnarsson, Gassi, er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH. Fótbolti.net ræddi við hann í dag og eru FH-ingar vel undirbúnir fyrir morgundaginn.
„Við höfum verið í samskiptum við lögregluna í Svíþjóð og hérna heima líka. Það er verið að tala um hundrað manns sem koma á leikinn frá Svíþjóð. Flestir í þessari ultraz-sveit eru í sumarfríi en við munum stúka sænsku áhorfendurna af, við verðum að gera það vegna öryggisreglna," segir Gassi en oft er heitt í hamsi í leikjum AIK.
„Sérstaklega þegar AIK og Djurgarden mætast. þá er styrjöld. Þessir ultraz eru frægir og það verða einhverjir slíkir í leiknum á morgun. En það verður leitað á mönnum og ég held að þetta verði í góðu lagi."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar er meðal annars talað um þá upphæð sem FH fær ef það liðið kemst áfram.
Athugasemdir























