,,Þetta er svolítið sama sagan eins og í flestum leikjum í sumar. Við erum betri bróðurpartinn úr leiknum og klúðrum mjög góðum færum og fáum svo tusku í andlitið. Þetta er mjög sárt og svekkjandi," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Selfoss eftir 0-1 tap gegn Val í kvöld.
,,Svo dettur hausinn niður eftir að þeir skora og kemur eitthvað vonleysi í liðið. Þeir skora þegar það er korter búið af seinni og það er eins og við deyjum. Liðið er alltof neðarlega og algjör skömm."
,,Við höfum alveg trú á þessu og getum ekki farið heim að gráta og hætt að mæta á æfingar. Við verðum að standa saman og byrja að vinna leiki."
Nánar er rætt við Viðar í sjónvaprinu að ofan.
Athugasemdir
























