,,Mér fannst við vera betri allan leikinn og gáfum fá færi á okkur," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir gríðarlega mikilvægan 0-1 sigur á Tindastól úti í kvöld.
,,Þeir fengu nokkur hálffæri en mér fannst við hafa verið klaufar að vera ekki búnir að klára þetta miklu betur en tölurnar gefa til kynna."
BÍ/Bolungarvík átti fullt af færum í leiknum og hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum en tókst ekki.
,,Já heldur betur, en meðan þetta er í 1-0 er þetta alltaf hættulegt og þeir voru alltaf inni í leiknum. Við vorum bara klaufar að vera ekki búnir að klára þetta betur fyrr. Þrjú stigin eru virkilega sæt og fyrsti útisigurinn okkar í sumar og við erum ánægðir með það."
,,Við vissum að þetta yrði stríð, þeir komu til okkar og niðurlægðu okkur á okkar eigin heimavelli. Við ætluðum ekki að láta þá taka fleiri stig af okkur en þessi þrjú sem þeir fóru með af Ísafirði í vor."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
























