Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var svekktur með að fá bara stig á útivelli gegn Grindavík í Pepsi-deild karla í dag.
Hann segir úrslitin ekki hafa verið sanngjörn miðað við gang leiksins og heldur því fram að sínir menn hafi getað unnið leikinn 3-0 eða 4-0.
Hann segir úrslitin ekki hafa verið sanngjörn miðað við gang leiksins og heldur því fram að sínir menn hafi getað unnið leikinn 3-0 eða 4-0.
,,Nei þau voru nú ekki sanngjörn eftir gangi leiksins ekki miðað við færi og annað en það spyr enginn af því í lokin, það eru tölurnar sem segja allt til um það. Við fengum færi til að skora þrjú, fjögur í fyrri hálfleik og það er nú oft þannig að ef maður nær ekki að klára að setja annað markið þá vill þetta koma í bakið á manni.
,,Við hefðum getað unnið hann 3-0 eða 4-0 en hann fór 2-2 og við fengum stig og við tökum það. Við getum ekkert talað meira um það, leikurinn er búinn. Leikurinn af okkar hálfu var ágætur og gekk ágætlega upp nema það að við þurfum bara að skora mörk.
,,Við hefðum viljað fá þrjú stig en fengum ekki og það er svolítið grátlegt að þurfa að fara heim eftir svona þokkalega góðan leik án þess að klára."
Athugasemdir






















