,,Það er hundfúlt að fá ekki neitt út úr þessum leik. Ætluðum okkur að koma okkur á skrið og tengja saman sigurleiki, en það hafðist ekki í dag. Við byrjuðum ekki leikinn eins og menn og náðum aldrei að svara fyrir það," sagði Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks eftir 0-1 tap gegn FH.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 FH
,,Við ætluðum okkur að byrja þetta af krafti og við vissum nákvæmlega hvað þeir ætluðu að reyna en við létum þá samt komast aftur fyrir okkur og hann var aleinn þarna. Svo fannst mér vinna okkur aftur inn í leikinn, en svo vantaði áfall til þess að keyra okkur aftur í gang eftir vítið."
,,Það þurfti að reyna eitthvað. Sama hvað við reyndum þá náðum við aldrei skot á rammann og það kemur ekki mark ef þú nærð ekki skoti á rammann. Við reyndum allan tímann og héldum boltanum ágætlega, sérstaklega eftir því sem fór að líða á leikinn."
,,Þetta var augnabliks einbeitingarleysi og það skilar tapi. Þetta er alltaf sama sagan á móti FH, maður á ágætis leik, en aldrei fáum við neitt einasta stig út úr því og það er það sem skiptir öllu máli. Maður reyndi að halda okkur inn í þessu, en við náðum ekki að kvitta fyrir markið sem við fengum á okkur í byrjun."
,,Ég geri allt sem ég get til þess að halda þessu sæti. Ég verð að fylla þetta á meðan hann er í banni, svo sjáum við til hvað gerist þegar hann kemur til baka. Ég geri þá kröfu að halda þessu sæti ef ég spila vel," sagði Sigmar að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























