Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 28. febrúar 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Venni sPáer í leiki helgarinnar
Venni Páer.
Venni Páer.
Mynd: Úr einkasafni
Wenger mun lenda í basli með svefnpokann samkvæmt spá Venna.
Wenger mun lenda í basli með svefnpokann samkvæmt spá Venna.
Mynd: Getty Images
Soldado mun setja hann fjórum sinnum í hliðarnetið samkvæmt spánni.
Soldado mun setja hann fjórum sinnum í hliðarnetið samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Pellegrini mun koma með óvænta skiptingu.
Pellegrini mun koma með óvænta skiptingu.
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Joð fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Sjónvarpskarakterinn Venni Páer sér um að tippa á leikina að þessu sinni en hann er mikill Tottenham maður.

Ekki er heil umferð í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Venni tippaði einnig á úrslitaleik enska deildabikarsins og einn leik í Championship deildinni til að fá tíu leiki.

Everton 1 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Ég hef oft séð þennan leik áður og hann endar alltaf 1-1. Annað liðið tekur forrystuna og hitt liðið jafnar eða öfugt. Það er samt mun sjaldgæfara að jöfnunarmarkið komi fyrst.

Fulham 3 - 1 Chelsea (15:00 á morgun)
Fulham hefur verið að sækja í sig veðrið í seinustu leikjum og uppskorið 2 góð stig af 21 mögulegu í seinustu 7 leikjum. Að öllu jöfnu hefði Chelsea átt meiri möguleika en þar sem Samuel Eto´o heldur óvænt uppá fimmtugsafmælið sitt kvöldið fyrir leikinn þá verða Chelsea-menn nokkuð ryðgaðir og það þýðir ekkert gegn liðum eins og Fulham.

Hull 2 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Hull er stútfullt af Tottenhamleikmönnum og það er að skila sér í æsispennandi meðalmennsku. Það er allur sjarmi farinn af þessu Newcastle liði síðan Joe Kinnear sagði þeim upp og þrátt fyrir að hafa spilað heimsklassa fótbolta í 4-0 tapinu gegn Tottenham þá vantar stöðugleika í liðið til að geta skilað þannig frammistöðu í hverjum leik.

Stoke 6 - 0 Arsenal (15:00 á morgun)
Eftir að hafa drepið leikinn í 80 mínútur skiptir Mark Hughes inná Peter Crouch en tekur óvænt markvörð Arsenal útaf í staðinn og þá opnast allar flóðgáttir. Wenger reynir að bregðast við en flækist í svefnpokanum og við tekur æsileg atburðarás þar sem slökkviliðsmenn reyna að ná honum út með klippum. Það jákvæða fyrir Wenger er að á blaðamannafundinum getur hann sagt með hreinni samvisku að hann hafi ekki séð seinustu tíu mínútur leiksins.

Southampton 4 - 0 Liverpool (17:30 á morgun)
Þetta er spennandi viðureign og sennilega munu úrslitin ráðast á því hvort framherjaparið nær sér betur á strik, Jay Rodriguez og Rickie Lambert eða Jay Rodriguez og Adam Lallana.

Aston Villa 3 - 1 Norwich (16:30 á sunnudag)
Ef Norwich nær upp sama spili og leikgleði eins og þeir gerðu í sigurleiknum gegn Tottenham þá gæti þetta samt hugsanlega farið 4-1 fyrir Aston Villa.

Swansea 6 - 6 Crystal Palace (16:30 á sunnudag)
Þetta er steindautt jafntefli í tíðindalitlum og sviplausum leik.

Tottenham 5 - 0 Cardiff (16:30 á sunnudag)
Nú erum við loksins að tala saman. Það sem gæti sett strik í reikninginn í þessum leik er hvort Aron Einar spili eða ekki þó svo að það muni klárlega ekki breyta úrslitunum eða markatölunni heldur eingöngu leikskýrslu Cardiff. Soldado setur boltann 4 sinnum í netið af stuttu færi, en því miður alltaf í hliðarnetið.

Man City 0 - 3 Sunderland (Deildabikar - 14:00 á sunnudag)
Taktísk áætlun Gus Poyet gengur fullkomlega upp þegar hann nær seint í síðari hálfleik að nýta sér reynsluleysi Pellegrini og narrar hann til að skipta inná 14 ára Víetnama sem er til reynslu hjá Man City sem er á þessum tímapunkti 8-0 yfir í leiknum og Pellegrini tekur orð Poyet trúanleg um að viðurlög við þessu sé skitin 150 punda sekt og algjörlega þess virði til að geta séð hnokkann spila "alvöru leik". Sunderland er í kjölfarið dæmdur 3-0 sigur og stefnir á Evrópubikar á næsta ári ásamt því að halda sér í Championship deildinni.

QPR 0- -2 Leeds (Championship - 12:15 á morgun)
Hvorugt liðið nær að skora en þar sem tvö mörk eru dæmd af Leeds úrskurðar sanngjarn dómari leiksins QPR verðskuldaða sigurvegara.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Athugasemdir
banner
banner