Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 21. mars 2014 12:30
Magnús Már Einarsson
Egill Helgason spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Egill Helgason.
Egill Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Chelsea vinnur Arsenal í Lundúnarslagnum samkvæmt spá Egils.
Chelsea vinnur Arsenal í Lundúnarslagnum samkvæmt spá Egils.
Mynd: Getty Images
Magnús Gylfason fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður, fær að spreyta sig á spánni að þessu sinni en hann fylgir tveimur liðum í enska boltanum.

,,Ég held innst inni með Liverpool en strákurinn minn heldur svo mikið Chelsea að ég fór að vera með honum í því. Hjartað slær samt með Liverpool, maður er alinn upp við þetta klassíska Liverpool lið í gamla daga," sagði Egill við Fótbolta.net en hann telur að Liverpool verði ekki í baráttunni um titilinn til enda.

,,Ég hef grun um að baráttan á endanum verði á milli Chelsea og City. Liverpool er meira spútnik og það væri stórsigur fyrir þá að ná 3. sæti eftir að hafa ekki verið lengi í Meistaradeildinni. Þeir eru að spila betur en þeir hafa gert í áratugi en hin liðin eru mjög solid."


Chelsea 2 - 1 Arsenal (12:45 á morgun)
Ég hef mikla samúð með báðum þessum liðum. Sonur minn heldur með Chelsea og þeir eru á siglingu svo ég spái þeim sigri.

Cardiff 1 - 3 Liverpool (15:00 á morgun)
Ég hélt alltaf með Liverpool í gamla daga og þeir eru á rosa flugi. Ég gef þeim sigurinn. Suarez skorar tvö.

Everton 1 - 0 Swanesa (15:00 á morgun)
Everton er seigt lið sem endar yfirleitt ofarlega í töflunni í lokin.

Hull 2 - 2 WBA (15:00 á morgun)
Það verða skoruð mörk í þessum leik.

Manchester City 4 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Manchester City er að keppa um titilinn og vinnur stórt.

Newcastle 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Ég held að Newcastle vinni þægilegan heimasigur.

Norwich 1 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Þetta er fallbaráttuslagur en heimavöllurinn skilar Norwich sigri í leiðinlegum leik.

West Ham 0 - 2 Manchester United (17:30 á morgun)
Ég hef alltaf þá kenningu að United vinni titilinn á endanum en það er of seint núna. Þeir unnu samt í Meistaradeildinni í vikunni og ég held að þeir taki þennan leik.

Tottenham 1 - 1 Southampton (13:30 á sunnudag)
Tottenham er alltaf að valda vonbrigðum og ég held að þeir verði áfram í veseni.

Aston Villa 1 - 0 Stoke (16:00 á sunnudag)
Þetta verður rosalegur baráttuleikur en ég held að Villa vinni á heimavelli.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Athugasemdir
banner
banner
banner