Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 14. mars 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Maggi Gylfa spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarvera Pardew hefur engin áhrif á Newcastle að mati Magga.
Fjarvera Pardew hefur engin áhrif á Newcastle að mati Magga.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur betur gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Manchester United hefur betur gegn Liverpool samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Stoke mætir West Ham.  ,,Það gæti þurft að stoppa flugumferð þarna.
Stoke mætir West Ham. ,,Það gæti þurft að stoppa flugumferð þarna.
Mynd: Getty Images
Björn Daníel Sverrisson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.

Hull 1 - 1 Manchester City (12:45 á morgun)
Það eru stórleikir hjá Manchester City þessa dagana og þeir virðast ekki ná að gíra sig upp í minni leiki eins og gegn Wigan um síðustu helgi.

Everton 2 - 0 Cardiff (15:00 á morgun)
Þetta verður öruggt hjá Everton. Þeir eru sterkari en Cardiff sem er í vandræðum.

Fulham 1 - 2 Newcastle (15:00 á morgun)
Þetta Fulham lið er ofboðslega slakt. Það er örugglega betra fyrir Newcastle að Alan Pardew er í burtu, hann er jólasveinn fyrir mér.

Southampton 1 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Þó að Southampton hafi verið brokkgengir síðustu vikur þá eru þeir betri en Norwich.

Stoke 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Það gæti þurft að stoppa flugumferð þarna. Þeir sem vilja sjá enska boltann eins og hann var í mörg ár geta farið á þennan leik.

Sunderland 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Sunderland vinnur þetta sannfærandi.

Swansea 0 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Steindautt jafntefli.

Aston Villa 0 - 1 Chelsea (17:30 á morgun)
Þetta er enn einn solid 1-0 sigur Chelsea. Ég fór á völlinn og sá þá gegn Tottenham um síðustu helgi þar sem allt var í járnum framan af. Chelsea voru þolinmóðir og slátruðu þeim í seinni þar sem hvert bíó markið á fætur öðru kom hjá Tottenham. Chelsea spilar massífan varnarleik áfram og vinnur 1-0.

Manchester United 2 - 1 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég fæddist sem Liverpool kemur á Old Trafford og ég tel þá eiga möguleika á sigri. United getur ekki hugsað sér að sjá Liverpool vinna titilinn og þeir stíga upp og vinna þennan leik. Rooney skorar bæði.

Tottenham 1 - 1 Arsenal (16:00 á sunnudag)
Þessi lið þurfa bæði nauðsynlega á sigri að halda. Arsenal er með betra lið um þessar mundir en Tottenham er á heimavelli svo ég spái jafntefli í hörkuleik.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner