Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 07. mars 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn sá sigur í augnaráðinu á Solskjær.
Björn sá sigur í augnaráðinu á Solskjær.
Mynd: Getty Images
Steven Naismith skorar sigurmarkið gegn Arsenal samkvæmt spá Björns.
Steven Naismith skorar sigurmarkið gegn Arsenal samkvæmt spá Björns.
Mynd: Getty Images
Poyet er í uppáhaldi hjá Birni.
Poyet er í uppáhaldi hjá Birni.
Mynd: Getty Images
Venni Páer fékk fjóra rétta um síðustu helgi þegar hann spáði í leikina í enska boltanum.

Að þessu sinni er það Björn Daníel Sverrisson leikmaður Viking sem fær það verkefni að spá en hann kom inn á sem varamaður í vináttuleik Íslands og Wales í vikunni.

Einungis fimm leikir eru í ensku úrvalsdeildinni um helgina en til að ná tíu leikjum tippar Björn einnig á leikina fjóra í 8-liða úrslitum enska bikarsins sem og á einn leik í Championship deildinni.



WBA 1 - 0 Manchester United (12:45 á morgun)
United eru náttúrulega með allt niðrum sig þessa dagana. Ég er meiri WBA maður heldur en United. Rauður er bara svo hrikalega ljótur litur.

Cardiff 3 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Ég þekki vel til Cardiff eftir að hafa æft nokkrum sinnum á æfingasvæðinu í síðustu viku. Ég mætti Ole einu sinni og það var eitthvað í augnaráðinu hans sem sagði mér að hann nennti ekki að vera svekkja Tan lengur. Heimasigur á Cardiff.

Crystal Palace 2 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Tvö orð. Tony Pulis.

Norwich 0 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Ég þekki ekki alveg nógu mikið til hvernig þetta virkar þegar mönnum er fleygt í bann. En ef König Charlie Adam verður með þá vinnur Stoke. Ég sé sjálfan mig í honum eftir 5 ár. Smá busty en samt virkar vinstri fóturinn vel. Ef Magicman Adam er í banni þá endar þetta jafntefli.

Chelsea 2 - 0 Tottenham (17:30 á morgun)
Mínir menn í Chelsea eru ekki þekktir fyrir að tapa á Stamford. Ég er einn harðasti stuðningsmaður Chelsea á landinu. Varð bara að henda því út þarna.

Arsenal 2 - 3 Everton (Bikar 12:45 á morgun)
Ég er mikill aðdáandi Everton. Líklega einn sá mesti í höfuðborgarsvæðinu ásamt Leibba Garðars og Ingvari Jóns. Þeir sigla þessu heim með marki frá Naysmith.

Sheffield Utd 1 - 2 Charlton (Bikar - 12:00 á sunnudag)
Gamla Íslendingaliðið Charlton vinnur.

Hull 1 - 2 Sunderland (Bikar - 14:00 á sunnudag)
Það er eitthvað við Gus og hans menn sem heilla mig. Ég er ekki frá því að það sé smá Sunderland hjarta í mér. Gös setur upp einhverja fáranlega góða taktík og þeir vinna með tveimur eða fleirum. Hólkið á það.

Man City 5 - 0 Wigan (Bikar - 16:05 á sunnudag)
City áttu einu sinni stóran sess í lífi mínu en því miður ekki lengur. Þeir eru samt alltaf að fara klára þetta með The Human Train í liðinu. Hann leggur upp eitt og skorar eitt úr aukaspyrnu.

Blackburn 1 - 1 Burnley (Championship - 12:30 á sunnudag)
Grannaslagur af bestu gerð. Hver man ekki eftir Blackburn - Burnley 2005 þegar Morten Gamst tryggði þeim sigur á 92 mín með marki af 30 metrunum. Núna er hann bara í Tyrklandi og á þrjá ferrari bíla. Það sagði Yann Erik De Lanlay mér og hann er ekki vanur að ljúga að mér.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner