Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 14. júní 2014 16:59
Þórir Karlsson
Jörundur Áki: Ömurleg staða sem við erum í
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-3 tap heima gegn KA í dag en þetta var fjórði tapleikur liðsins í 1. deildinni í sumar í röð og þeir aðeins með 3 stig úr 5 leikjum.

Lestu um leikinn: BÍ/Bolungarvík 1 -  3 KA

Annað mark KA kom eftir aukaspyrnu sem heimamenn voru virklega óánægðir með, var þetta aldrei brot?

,,Mér fannst það vera vægt en dómarinn dæmdi brot og þeir skora upp úr því. Við því er lítið að segja," sagði Jörundur Áki en hans menn vildu fá víti í leiknum. ,,Ég sá það ekki nógu vel en strákarnir vildu meina að það hafi verið klárlega vítaspyrna.En það þýðir ekkert að hugsa um það, það er búið."

Nigel Quashie og Loic Ondo hafa ekki verið að spila með BÍ/Bolungarvíkur að undanförnu vegna meiðsla.

,,Ég er búinn að segja það áður í viðtölum að við söknum ekki bara þeirra tveggja heldur annarra leikmanna sem hafa ekki verið 100%. Auðvitað munar um slíkt í litlum hóp en við verðum að standa þétt saman og vinna okkur út úr þessu. Vonandi styttist í að þeir sem hafa verið fjarverandi komi inn í þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner