Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 14. júní 2014 16:59
Þórir Karlsson
Jörundur Áki: Ömurleg staða sem við erum í
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-3 tap heima gegn KA í dag en þetta var fjórði tapleikur liðsins í 1. deildinni í sumar í röð og þeir aðeins með 3 stig úr 5 leikjum.

Lestu um leikinn: BÍ/Bolungarvík 1 -  3 KA

Annað mark KA kom eftir aukaspyrnu sem heimamenn voru virklega óánægðir með, var þetta aldrei brot?

,,Mér fannst það vera vægt en dómarinn dæmdi brot og þeir skora upp úr því. Við því er lítið að segja," sagði Jörundur Áki en hans menn vildu fá víti í leiknum. ,,Ég sá það ekki nógu vel en strákarnir vildu meina að það hafi verið klárlega vítaspyrna.En það þýðir ekkert að hugsa um það, það er búið."

Nigel Quashie og Loic Ondo hafa ekki verið að spila með BÍ/Bolungarvíkur að undanförnu vegna meiðsla.

,,Ég er búinn að segja það áður í viðtölum að við söknum ekki bara þeirra tveggja heldur annarra leikmanna sem hafa ekki verið 100%. Auðvitað munar um slíkt í litlum hóp en við verðum að standa þétt saman og vinna okkur út úr þessu. Vonandi styttist í að þeir sem hafa verið fjarverandi komi inn í þetta."
Athugasemdir
banner