Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 14. júní 2014 16:59
Þórir Karlsson
Jörundur Áki: Ömurleg staða sem við erum í
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Manni líður aldrei vel eftir tapleik og sú tilfinning breytist ekkert hvort sem tapleikirnir eru fleiri eða ekki. En þetta er ömurleg staða sem við erum í og við verðum að gjöra svo vel að hysja upp um okkur buxurnar og vinna okkur út úr þessu," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir 1-3 tap heima gegn KA í dag en þetta var fjórði tapleikur liðsins í 1. deildinni í sumar í röð og þeir aðeins með 3 stig úr 5 leikjum.

Lestu um leikinn: BÍ/Bolungarvík 1 -  3 KA

Annað mark KA kom eftir aukaspyrnu sem heimamenn voru virklega óánægðir með, var þetta aldrei brot?

,,Mér fannst það vera vægt en dómarinn dæmdi brot og þeir skora upp úr því. Við því er lítið að segja," sagði Jörundur Áki en hans menn vildu fá víti í leiknum. ,,Ég sá það ekki nógu vel en strákarnir vildu meina að það hafi verið klárlega vítaspyrna.En það þýðir ekkert að hugsa um það, það er búið."

Nigel Quashie og Loic Ondo hafa ekki verið að spila með BÍ/Bolungarvíkur að undanförnu vegna meiðsla.

,,Ég er búinn að segja það áður í viðtölum að við söknum ekki bara þeirra tveggja heldur annarra leikmanna sem hafa ekki verið 100%. Auðvitað munar um slíkt í litlum hóp en við verðum að standa þétt saman og vinna okkur út úr þessu. Vonandi styttist í að þeir sem hafa verið fjarverandi komi inn í þetta."
Athugasemdir
banner