Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   lau 25. júlí 2015 18:33
Elvar Geir Magnússon
Ingvar Kale: Mega horfa á þetta aftur og skammast sín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Þór Kale, markvörður Vals, var brjálaður eftir 1-0 tap gegn sínum gömlu félögum í Víkingi í dag.

Eina markið kom úr vítaspyrnu sem var dæmt á Kale í síðari hálfleiknum eftir baráttu við Rolf Toft.

„Það virðist vera fyrirfram ákveðið að láta mig hafa svona....nei, ég segi það ekki. En á hverju seasoni fer ég út í mann, dreg hendurnar til baka og þeir grýta sér í jörðina og það er dæmt víti," sagði Ingvar við Fótbolta.net eftir leik.

„Þetta er óþolandi. Línuvörðurinn flaggar þetta og hann sér að ég er með hendurnar svona (upp við líkamann). Þetta er svo pirrandi. Þetta er svo mikilvægt fyrir okkur. Þeir mega horfa á þetta aftur og skammast sín. Ég sver það."

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Víkingur R.

Ingvar vill meina að Rolf Toft hafi verið með leikaraskap og hent sér niður án snertingar.

„Hann hendir sér í grasið. Hann grýtir sér niður og ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Ég vildi ræða þetta við hann eftir leik og hann má skammast sín fyrir þetta. Þetta er dýfa og gult og ekkert annað. Það er fáránlegt að hann standi tvo metra frá þessu og flaggi á þetta."

„Maður á ekki að tuða yfir dómurum en þetta er þeim að kenna í dag. Því miður. Það skiptir máli að fá núll stig eða eitt stig. Ef við hefðum fengið eitt stig þá værum við komnir í annað sætið en þeir klúðruðu því í dag."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner