Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   fim 10. september 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
„Atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar"
Hafrún Kristjánsdóttir.
Hafrún Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég hef aldrei séð þessa stofu svona fulla. Það var troðið og ég er í skýjunum með þetta," sagði Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur við Fótbolta.net eftir málþing um andlega líðan íþróttamanna sem fór fram í HR í gær.

Yfir 200 manns mættu á málþingið og ljóst er að umræðan um andlega líðan íþróttamanna er orðin mun opnari en áður.

„Þessir íþróttmenn sem hafa stigið fram eiga allan heiðurinn af því. Það hefur kveikt í fólki að hugsa aðeins um þetta og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að því að við gerum hlutina betri."

Á málþinginu kynnti Hafrún niðurstöður úr rannsókn sem Margrét Lára Viðarsdóttir gerði á andlegri líðan hjá íslenskum atvinnumönnum.

„Við skoðuðum alla atvinnumenn Íslands í boltaíþróttum. Ef við berum þá saman við almenning á sama aldri þá kemur í ljós að atvinnumenn í boltaíþróttum eru kvíðnari en jafnaldrar þeirra á aldrinum 20-35 ára. Í kringum 23% skora það hátt á kvíðahvörfum að það er ástæða til að grípa inn í, hvort sem það er vægt inngrip eða ekki."

Hvað er til ráða fyrir aðila sem eru að glíma við andleg vandamál? „Fyrst og fremst að láta vita af sér og leita sér hjálpar. Það eru til meðferðir við kvíða og þunglyndi. Til dæmis hugræn atferlismeðferð. Það þarf að leita sér hjálpar við þessu eins og þú leitar þér hjálpar ef þú slítur krossband," sagði Hafrún sem vonar að umræðan um þessi málefni haldi áfram.

„Það þurfa allir í íþróttahreyfingunni að grípa boltann núna, ræða þetta og hvetja til þess að umræðan sé opin," sagði Hafrún.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner